Steininnrétting í Bentley Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:06 Steinefnið í mælaborðinu með rauðum lit. Autoblog Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent
Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent