Dæmt eftir tíðarandanum stjórnarmaðurinn skrifar 6. janúar 2016 09:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent