Dæmt eftir tíðarandanum stjórnarmaðurinn skrifar 6. janúar 2016 09:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira