Kia sýnir nýjan jeppa í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2016 09:36 Nýi Kia jeppinn. Autoblog Kia er ekki af baki dottið við framleiðslu á jeppa en fyrirtækið kom fram með Borrego jeppann á markað árið 2009 en hætti framleiðslu hans ári seinna, enda seldist hann illa. Sá bíll kom aldrei til sölu hér á landi og var aðeins seldur í heimalandinu S-Kóreu og í Bandaríkjunum. Nú ætlar Kia að kynna nýjan jeppa á bílasýningu í Detroit sem hefst í næstu viku. Ekki er komið nafn á þennan jeppa en á myndinni að ofan má sjá að hann líkist um margt nýja Volvo XC90 jeppanum og er svosem ekki leiðum að líkjast. Svo virðist sem hurðir hans opnist í gagnstæða átt, en hurðarhúnarnir liggja saman á fram og afturhurðum bílsins. Nýi jeppinn var teiknaður í hönnunarmiðstöð Kia í Kaliforníu og ljóst er að þessum bíl er stefnt að Bandaríkjamarkaði, en þar er nú gríðarleg eftirspurn eftir jeppum og jepplingum, en ekki kemur fram hvort Kia ætli að bjóða hann á öðrum mörkuðum.Kia Borrego árgerð 2009. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent
Kia er ekki af baki dottið við framleiðslu á jeppa en fyrirtækið kom fram með Borrego jeppann á markað árið 2009 en hætti framleiðslu hans ári seinna, enda seldist hann illa. Sá bíll kom aldrei til sölu hér á landi og var aðeins seldur í heimalandinu S-Kóreu og í Bandaríkjunum. Nú ætlar Kia að kynna nýjan jeppa á bílasýningu í Detroit sem hefst í næstu viku. Ekki er komið nafn á þennan jeppa en á myndinni að ofan má sjá að hann líkist um margt nýja Volvo XC90 jeppanum og er svosem ekki leiðum að líkjast. Svo virðist sem hurðir hans opnist í gagnstæða átt, en hurðarhúnarnir liggja saman á fram og afturhurðum bílsins. Nýi jeppinn var teiknaður í hönnunarmiðstöð Kia í Kaliforníu og ljóst er að þessum bíl er stefnt að Bandaríkjamarkaði, en þar er nú gríðarleg eftirspurn eftir jeppum og jepplingum, en ekki kemur fram hvort Kia ætli að bjóða hann á öðrum mörkuðum.Kia Borrego árgerð 2009.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent