Rafrettunotkun verði minnkuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 08:00 Nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. Rafrettur eru þó ekki bannaðar á almenningsstöðum á Íslandi. NordicPhotos/Getty Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð. Rafrettur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð.
Rafrettur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira