Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins Sæunn Gísladóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu. vísir/getty Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira