Margeir: Hélt þetta væri Kim Jong Un en reyndist Haukur Örn Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2016 14:50 Margeir Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifar athyglisverðan pistil á vefsíðuna kylfingur.is, en pistillinn birtist í hádeginu. Þar krefst Margeir þess að forseti Golfsamband Íslands segi af sér. Í Markaðinum, sem fylgdi Fréttablaðinu í vikunni, var ítarlegt viðtal við Hauk Örn Birgisson, forseta Golfsambands Íslands, þar sem hann fór yfir stöðu mála. Margeir segir meðal annars í pistli sínum: „Það fyrsta sem kom í hugann var: „Það er ekki í lagi með þennan mann“. Auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en þegar á forsíðu Fréttablaðsins má lesa orðrétt: „Golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum. Forseti Golfsambandsins telur unnt að reka íþróttina án opinbers stuðnings“, held ég að mér sé fyrirgefið. Aldrei hef ég orðið eins reiður við lestur forsíðu Fréttablaðsins.Sjá einnig: Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári Í mikilli geðshræringu fletti ég að forsíðu Markaðarins, sem er viðskiptablað inni í Fréttablaðinu. Þar blasti við mynd sem ég hélt fyrst að væri af Kim Jong Un, en reyndist þegar betur var að gáð enginn annar en Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Ég viðurkenni fúslega að vera með stuttan þráð svo ég taldi það bara góða hugmynd að fá mér koníaksglas með kaffinu í morgunmat bara til að róa taugarnar.“ Margeir var ekki hættur og hélt áfram að senda Hauki tóninn, en Haukur Örn hafði einmitt betur gegn Margeiri í forsetakosningum GSÍ árið 2013. „Sú staðreynd að æðsti maður golfhreyfingarinnar á Íslandi hafi hvorki betri sýn, skynbragð né skilning á íþróttinni en raun ber vitni í téðu viðtali er í besta falli sorgleg. Þetta viðtal ætti að mínu mati ekki að túlka sem neitt annað en opinbert uppsagnarbréf, en svo verður nú líkast til ekki.“ Þennan afar athyglisverða pistil má lesa hér. Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, skrifar athyglisverðan pistil á vefsíðuna kylfingur.is, en pistillinn birtist í hádeginu. Þar krefst Margeir þess að forseti Golfsamband Íslands segi af sér. Í Markaðinum, sem fylgdi Fréttablaðinu í vikunni, var ítarlegt viðtal við Hauk Örn Birgisson, forseta Golfsambands Íslands, þar sem hann fór yfir stöðu mála. Margeir segir meðal annars í pistli sínum: „Það fyrsta sem kom í hugann var: „Það er ekki í lagi með þennan mann“. Auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en þegar á forsíðu Fréttablaðsins má lesa orðrétt: „Golfklúbbarnir velta samtals 2 milljörðum. Forseti Golfsambandsins telur unnt að reka íþróttina án opinbers stuðnings“, held ég að mér sé fyrirgefið. Aldrei hef ég orðið eins reiður við lestur forsíðu Fréttablaðsins.Sjá einnig: Golfhagkerfið veltir yfir tveimur milljörðum á ári Í mikilli geðshræringu fletti ég að forsíðu Markaðarins, sem er viðskiptablað inni í Fréttablaðinu. Þar blasti við mynd sem ég hélt fyrst að væri af Kim Jong Un, en reyndist þegar betur var að gáð enginn annar en Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Ég viðurkenni fúslega að vera með stuttan þráð svo ég taldi það bara góða hugmynd að fá mér koníaksglas með kaffinu í morgunmat bara til að róa taugarnar.“ Margeir var ekki hættur og hélt áfram að senda Hauki tóninn, en Haukur Örn hafði einmitt betur gegn Margeiri í forsetakosningum GSÍ árið 2013. „Sú staðreynd að æðsti maður golfhreyfingarinnar á Íslandi hafi hvorki betri sýn, skynbragð né skilning á íþróttinni en raun ber vitni í téðu viðtali er í besta falli sorgleg. Þetta viðtal ætti að mínu mati ekki að túlka sem neitt annað en opinbert uppsagnarbréf, en svo verður nú líkast til ekki.“ Þennan afar athyglisverða pistil má lesa hér.
Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira