Ólafía Þórunn: Fæ samviskubit ef ég er ekki að æfa mig Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2016 22:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hana um atvinnumennskuna og fleira. Ólafía segist tapsár og er spennt fyrir komandi árum í atvinnumennskunni. „Þeir drógu mig út á völl. Fyrst fannst mér ekkert sérstaklega gaman í golfi þar sem þeir voru miklu betri en ég. Ég var bara: á hvaða holu erum við? Hvað eru margar holur eftir?" sagði Ólafía og hló þegar hún var aðspurð út í fyrstu kynni sín af golfi. Bræður hennar og faðir drógu hana út á völl. Ólafía er annar kvenkyns atvinnukylfingurinn sem kemur frá Íslandi, en áður hafði Ólöf María Jónsdóttir reynt fyrir sér. Þetta krefst mikillar vinnu segir Ólafía. „Ég fæ rosalegt samviskubit ef ég er ekki að æfa mig. Það gerðist ekki áður. Þegar maður er kominn með stimpilinn að þetta sé atvinna þín þá ertu bara: Ég verð að fara." Ólafía bjó til mynd fyrir sig til að halda sér á tánum, en ákvað síðar að byrja að selja myndina í styrktarskyni. Það reyndist vel. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir sjálfan mig, en svo ákvað ég að prufa að selja þetta og leyfa almenningi að styrkja mig. Salan hefur gengið vonum framar." Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, er mjög hrifin af Ólafíu sem kylfingi og sparar ekki hrósið. „Hún er mjög góður íþróttamaður. Hún er sterk, hávaxin og hefur mjög góða tækni. Hún slær langt og slær vel og það eru fáir veikleikar í hennar leik," sagði landsliðsþjálfarinn, en hversu langt getur hún náð? „Það er mjög erfitt að segja. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig samkeppnin er þarna, en miðað við árangurinn hjá henni á síðasta ári þá var hún að spila nokkrum sinnum meðal tíu og fimmtán efstu í mótaröðinni," sagði Úlfar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Hjörtur og Ólafía fara meðal annars í keppni. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hana um atvinnumennskuna og fleira. Ólafía segist tapsár og er spennt fyrir komandi árum í atvinnumennskunni. „Þeir drógu mig út á völl. Fyrst fannst mér ekkert sérstaklega gaman í golfi þar sem þeir voru miklu betri en ég. Ég var bara: á hvaða holu erum við? Hvað eru margar holur eftir?" sagði Ólafía og hló þegar hún var aðspurð út í fyrstu kynni sín af golfi. Bræður hennar og faðir drógu hana út á völl. Ólafía er annar kvenkyns atvinnukylfingurinn sem kemur frá Íslandi, en áður hafði Ólöf María Jónsdóttir reynt fyrir sér. Þetta krefst mikillar vinnu segir Ólafía. „Ég fæ rosalegt samviskubit ef ég er ekki að æfa mig. Það gerðist ekki áður. Þegar maður er kominn með stimpilinn að þetta sé atvinna þín þá ertu bara: Ég verð að fara." Ólafía bjó til mynd fyrir sig til að halda sér á tánum, en ákvað síðar að byrja að selja myndina í styrktarskyni. Það reyndist vel. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir sjálfan mig, en svo ákvað ég að prufa að selja þetta og leyfa almenningi að styrkja mig. Salan hefur gengið vonum framar." Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, er mjög hrifin af Ólafíu sem kylfingi og sparar ekki hrósið. „Hún er mjög góður íþróttamaður. Hún er sterk, hávaxin og hefur mjög góða tækni. Hún slær langt og slær vel og það eru fáir veikleikar í hennar leik," sagði landsliðsþjálfarinn, en hversu langt getur hún náð? „Það er mjög erfitt að segja. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig samkeppnin er þarna, en miðað við árangurinn hjá henni á síðasta ári þá var hún að spila nokkrum sinnum meðal tíu og fimmtán efstu í mótaröðinni," sagði Úlfar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Hjörtur og Ólafía fara meðal annars í keppni.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Sjá meira
Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44
Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29
Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00
Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02
Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30