Viðskipti erlent

Bíllinn ekur ökumannslaus inn í bílskúr - Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Líkt og Vísir hefur áður fjallað um þá gerir nýjasta uppfærsla Tesla Model S bílinn nánast sjálfkeyrandi. Myndbönd af því hvernig bíllinn hagar sér á götum borga og þjóðvegum má finna út um allt á vefnum. Nýjasta myndbandið sýnir hins vegar hvernig bíllinn ekur sjálfur inn í bílskúr.

Bíllinn er búinn ýmsum skynjurum sem gerir honum kleyft að stýra sjálfum, skipta um akreinar og leggja sjálfur í stæði. Það virkar greinilega einnig til að bíllinn aki hnökralaust inn í bílskúr.

Sum myndböndin sýna einnig hvernig bíllinn virðist skynja hlut sem kemur aðvífandi að honum, bíllinn gefur í og forðar þar með umferðarslysi. Önnur sýna hins vegar hvernig bíllinn er hættulega nálægt því að aka út af.

Myndband af bílnum leggja inn í skúr má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð

Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×