Hvers vegna ekki formannskjör? Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Hann er nýjasti hjartaknúsarinn í Bretlandi. Honum hefur verið lýst sem „kynþokkafullum“ og „krúttlegum“. Aðdáendur hans klæðast stuttermabolum með mynd af honum. Sumir kalla hann „Messías“. Í síðustu viku ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tróð upp í ráðhúsi Camden-hverfisins í London. Fimmtán hundruð manns slógust um sæti í sal sem tók átta hundruð gesti. Opnað var inn í tvö aðliggjandi herbergi svo að fleiri kæmust að. En það nægði ekki til. Enginn þurfti þó frá að hverfa án þess að berja hetjuna sína augum. Okkar maður vippaði sér upp á slökkviliðsbíl sem stóð fyrir utan ráðhúsið og ávarpaði lýðinn. Skræk fagnaðarópin ógnuðu hljóðhimnum. Af ákafa fólks að dæma mætti ætla að þarna færi rokkstjarna; Mick Jagger 21. aldarinnar, ungstirni með gítar í allt of þröngum buxum. En svo er ekki. Hjartaknúsarinn sem gerir allt vitlaust í Bretlandi þessa dagana er 66 ára skeggjaður sósíalisti sem heitir Jeremy Corbyn og er Jón Bjarnason þeirra Breta. (Í alvöru. Þeir líta alveg eins út og ganga meira að segja um með eins kaskeiti á höfðinu.) Þótt Jeremy Corbyn sé þingmaður fyrir Islington-hverfi norður og sé þar af leiðandi þingmaðurinn minn hér í London heyrði ég fyrst af honum fyrir nokkrum vikum. Corbyn hefur verið þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1983. Hann tilheyrir armi róttækra vinstrimanna innan Verkamannaflokksins en viðhorf hans hafa ekki átt mikinn hljómgrunn innan flokksins síðan Tony Blair hafnaði þjóðnýtingu fyrir ástarsamband við markaðshagkerfið og gat með því afkvæmið „New Labour“ eða Nýja Verkamannaflokkinn. Það endar alltaf illa þegar hlutir eru nefndir „nýja eitthvað“; hlutir hætta að vera nýir, súrna, rotna, uns aðeins skugginn af gljáandi fyrirheitum fortíðar er eftir – Nýja kökuhúsið, Nýja Ísland, Nýja testamentið. Nú þegar tæp tuttugu ár eru síðan Nýi Verkamannaflokkurinn var nýr bendir margt til þess að tími hans sé á enda og það verði Corbyn sem veiti honum náðarhöggið. Vinstrimaður fyrir úlfana Í dag hefst leiðtogakjör innan Verkamannaflokksins en flokkurinn tapaði óvænt í þingkosningum síðasta vor. Kosningin stendur yfir í mánuð. Allt stefndi í að frambjóðendur yrðu þrír, allir rislitlir fótgönguliðar fyrrverandi leiðtoga sem skutust eins og skordýr undan steini er þeir þóttust sjá auðsótt vígi. En nokkrum mínútum áður en framboðsfrestur rann út bættist óvæntur kandídat í hópinn. Jeremy Corbyn hafði hvorki trú á að hann gæti unnið kosningarnar, né virtist hann hafa áhuga á því. Hann var beðinn um að gefa kost á sér til að tryggja fjölbreytni umræðunnar í kosningabaráttunni. Hann varð treglega við þeirri bón, aðeins vegna þess, að eigin sögn, að röðin væri komin að honum að vera táknræni vinstrimaðurinn sem hent yrði fyrir úlfana. Ef flokksforysta Verkamannaflokksins hugðist henda Corbyn fyrir úlfana hefur sú áætlun heldur betur snúist í höndunum á henni. Í Bretlandi ríkir nú það sem nefnt hefur verið „Corbynmania“ eða Corbyn-æði. Skoðanakönnun sem birt var í vikunni spáði Corbyn stórsigri með 53% atkvæða. Svo spenntur er almenningur fyrir þessari hæglátu, hörjakkaklæddu andhetju að flokkurinn hefur ekki undan að taka á móti nýskráningum. Grúppíur af báðum kynjum og á öllum aldri elta Corbyn á röndum. Fólk hefur ekki verið svona áhugasamt um stjórnmál á vinstri vængnum síðan Nýi Verkamannaflokkurinn var nýr. Frammámenn skiptast áEn hingað heim: Ólga ríkir nú innan hins næstum því gleymda stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar. Fylgi flokksins hefur hrunið í skoðanakönnunum. Heiða Kristín Helgadóttir, annar af stofnendum flokksins, gagnrýndi á dögunum formann hans, Guðmund Steingrímsson. Sagðist hún vera tilbúin til að bjóða sig fram til formanns á ársfundi flokksins í haust væri vilji fyrir því. Mótspil Guðmundar var að viðra þá hugmynd að frammámenn innan flokksins myndu skiptast á um formennskuna. „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ sagði Guðmundur á Facebook-síðu sinni. Hann sagði átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka vera „meinsemd“. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um slakt gengi Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum. En gæti verið að einmitt þarna liggi hundurinn grafinn? Lokaður vinahópur hipsteraHvers vegna ekki formannskjör? Kannski er formannskjör einmitt það sem Björt framtíð þarf á að halda. Rétt eins og formannskjörið í breska Verkamannaflokknum sýnir getur formannsslagur orðið til þess að vekja áhuga fólks bæði á einstökum flokki og stjórnmálum almennt. Formannskjör gefur nýju fólki tilefni til að skrá sig í hópinn og vera með. Sú ímynd sem ég hef af Bjartri framtíð í dag er einhvern veginn svona: Björt framtíð segist vera stjórnmálaflokkur en er í raun lokaður vinahópur hipstera með fast borð á Kaffihúsi Vesturbæjar en enga lausa stóla. Að láta æðsta embættið flakka á milli hinna útvöldu eftir ógegnsæjum leiðum segir ekki beint: „Hæ, má ekki bjóða þér sæti og einn latte með okkur?“ Í stað þess að víkja sér undan hefðbundnu, lýðræðislegu ferli eins og því sem breski Verkamannaflokkurinn stendur nú í ætti Björt framtíð að íhuga að taka því heldur fagnandi. Ef marka má skoðanakannanir hefur flokkurinn engu að tapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Hann er nýjasti hjartaknúsarinn í Bretlandi. Honum hefur verið lýst sem „kynþokkafullum“ og „krúttlegum“. Aðdáendur hans klæðast stuttermabolum með mynd af honum. Sumir kalla hann „Messías“. Í síðustu viku ætlaði allt um koll að keyra þegar hann tróð upp í ráðhúsi Camden-hverfisins í London. Fimmtán hundruð manns slógust um sæti í sal sem tók átta hundruð gesti. Opnað var inn í tvö aðliggjandi herbergi svo að fleiri kæmust að. En það nægði ekki til. Enginn þurfti þó frá að hverfa án þess að berja hetjuna sína augum. Okkar maður vippaði sér upp á slökkviliðsbíl sem stóð fyrir utan ráðhúsið og ávarpaði lýðinn. Skræk fagnaðarópin ógnuðu hljóðhimnum. Af ákafa fólks að dæma mætti ætla að þarna færi rokkstjarna; Mick Jagger 21. aldarinnar, ungstirni með gítar í allt of þröngum buxum. En svo er ekki. Hjartaknúsarinn sem gerir allt vitlaust í Bretlandi þessa dagana er 66 ára skeggjaður sósíalisti sem heitir Jeremy Corbyn og er Jón Bjarnason þeirra Breta. (Í alvöru. Þeir líta alveg eins út og ganga meira að segja um með eins kaskeiti á höfðinu.) Þótt Jeremy Corbyn sé þingmaður fyrir Islington-hverfi norður og sé þar af leiðandi þingmaðurinn minn hér í London heyrði ég fyrst af honum fyrir nokkrum vikum. Corbyn hefur verið þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1983. Hann tilheyrir armi róttækra vinstrimanna innan Verkamannaflokksins en viðhorf hans hafa ekki átt mikinn hljómgrunn innan flokksins síðan Tony Blair hafnaði þjóðnýtingu fyrir ástarsamband við markaðshagkerfið og gat með því afkvæmið „New Labour“ eða Nýja Verkamannaflokkinn. Það endar alltaf illa þegar hlutir eru nefndir „nýja eitthvað“; hlutir hætta að vera nýir, súrna, rotna, uns aðeins skugginn af gljáandi fyrirheitum fortíðar er eftir – Nýja kökuhúsið, Nýja Ísland, Nýja testamentið. Nú þegar tæp tuttugu ár eru síðan Nýi Verkamannaflokkurinn var nýr bendir margt til þess að tími hans sé á enda og það verði Corbyn sem veiti honum náðarhöggið. Vinstrimaður fyrir úlfana Í dag hefst leiðtogakjör innan Verkamannaflokksins en flokkurinn tapaði óvænt í þingkosningum síðasta vor. Kosningin stendur yfir í mánuð. Allt stefndi í að frambjóðendur yrðu þrír, allir rislitlir fótgönguliðar fyrrverandi leiðtoga sem skutust eins og skordýr undan steini er þeir þóttust sjá auðsótt vígi. En nokkrum mínútum áður en framboðsfrestur rann út bættist óvæntur kandídat í hópinn. Jeremy Corbyn hafði hvorki trú á að hann gæti unnið kosningarnar, né virtist hann hafa áhuga á því. Hann var beðinn um að gefa kost á sér til að tryggja fjölbreytni umræðunnar í kosningabaráttunni. Hann varð treglega við þeirri bón, aðeins vegna þess, að eigin sögn, að röðin væri komin að honum að vera táknræni vinstrimaðurinn sem hent yrði fyrir úlfana. Ef flokksforysta Verkamannaflokksins hugðist henda Corbyn fyrir úlfana hefur sú áætlun heldur betur snúist í höndunum á henni. Í Bretlandi ríkir nú það sem nefnt hefur verið „Corbynmania“ eða Corbyn-æði. Skoðanakönnun sem birt var í vikunni spáði Corbyn stórsigri með 53% atkvæða. Svo spenntur er almenningur fyrir þessari hæglátu, hörjakkaklæddu andhetju að flokkurinn hefur ekki undan að taka á móti nýskráningum. Grúppíur af báðum kynjum og á öllum aldri elta Corbyn á röndum. Fólk hefur ekki verið svona áhugasamt um stjórnmál á vinstri vængnum síðan Nýi Verkamannaflokkurinn var nýr. Frammámenn skiptast áEn hingað heim: Ólga ríkir nú innan hins næstum því gleymda stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar. Fylgi flokksins hefur hrunið í skoðanakönnunum. Heiða Kristín Helgadóttir, annar af stofnendum flokksins, gagnrýndi á dögunum formann hans, Guðmund Steingrímsson. Sagðist hún vera tilbúin til að bjóða sig fram til formanns á ársfundi flokksins í haust væri vilji fyrir því. Mótspil Guðmundar var að viðra þá hugmynd að frammámenn innan flokksins myndu skiptast á um formennskuna. „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ sagði Guðmundur á Facebook-síðu sinni. Hann sagði átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka vera „meinsemd“. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um slakt gengi Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum. En gæti verið að einmitt þarna liggi hundurinn grafinn? Lokaður vinahópur hipsteraHvers vegna ekki formannskjör? Kannski er formannskjör einmitt það sem Björt framtíð þarf á að halda. Rétt eins og formannskjörið í breska Verkamannaflokknum sýnir getur formannsslagur orðið til þess að vekja áhuga fólks bæði á einstökum flokki og stjórnmálum almennt. Formannskjör gefur nýju fólki tilefni til að skrá sig í hópinn og vera með. Sú ímynd sem ég hef af Bjartri framtíð í dag er einhvern veginn svona: Björt framtíð segist vera stjórnmálaflokkur en er í raun lokaður vinahópur hipstera með fast borð á Kaffihúsi Vesturbæjar en enga lausa stóla. Að láta æðsta embættið flakka á milli hinna útvöldu eftir ógegnsæjum leiðum segir ekki beint: „Hæ, má ekki bjóða þér sæti og einn latte með okkur?“ Í stað þess að víkja sér undan hefðbundnu, lýðræðislegu ferli eins og því sem breski Verkamannaflokkurinn stendur nú í ætti Björt framtíð að íhuga að taka því heldur fagnandi. Ef marka má skoðanakannanir hefur flokkurinn engu að tapa.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun