Kæra sig ekki um þjóðhátíð á Flatey Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Það er alltaf fjör í Flatey. vísir/anton Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24