Víst manneskja Pawel Bartoszek skrifar 1. ágúst 2015 12:00 Í mínum huga er hann ekki einu sinni mennskur,“ sagði alvörugefinn ungur maður í heimabæ tannlæknisins sem skaut frægt og tignarlegt ljón. Þetta er kennslubókardæmi um sálfræðileg varnarviðbrögð við eigin villimennsku. Flestir telja sig vera gott fólk. Fáir myndu lýsa sér sem blóðþyrstum, hefnigjörnum, ófyrirgefandi ófreskjum. Hvernig leysum við úr þeirri mótsögn að við myndum stundum vilja horfa á aðra þjást og drepast vegna misgjörða sinna? Jú, við segjum að viðkomandi maður sé ekki maður. Þar með er hann orðinn eins og illgresi sem á enga samúð skilið. Nokkrar staðreyndir. Ljón eru ekki flokkuð sem dýr í útrýmingarhættu, stofninn er sagður „viðkvæmur“. Það er löglegt að veiða ljón í Simbabve. Það er löglegt að veiða ljón með boga. Það er löglegt að ginna ljón af verndarsvæði með bráð. Það er löglegt að veiða fullvaxta karldýr, þar sem dráp þeirra hefur minnstu áhrifin á stærð stofnsins. Menn geta haft skoðun á því að sumt af þessu sé ógeðslegt og að lítill bragur sé á þessu áhugamáli. En það sem virðist hafa verið ólöglegt við drápið var að það fór fram á svæði án ljónakvóta. Sem vissulega er veiðiþjófnaður, rétt eins og það að að dorga í Elliðaám án leyfis eða skjóta rjúpu utan veiðitímabils. En passleg refsing fyrir slík brot er ekki ævilöng og óafturkræf brottvikning úr samfélagi mannanna. „Viðrini!“ „Tannlæknadrusla!“ „Það ætti að henda manninum fyrir ljón.“ Svo lætur fólk út úr sér á samfélagsmiðlunum í skjóli fjöldans. Götudómstóllinn vill réttlæti og það strax. En það er ekki þannig sem við, mannkynið, gerum hluti. Við setjum lög um það sem við viljum banna. Ef þau lög eru brotin er fólk kallað fyrir dómstóla þar sem það fær að verja sig. Við ráðumst ekki eins og villt hjörð á þá sem skjóta sig í fótinn. Það er nú það sem aðgreinir okkur – frá dýrunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Í mínum huga er hann ekki einu sinni mennskur,“ sagði alvörugefinn ungur maður í heimabæ tannlæknisins sem skaut frægt og tignarlegt ljón. Þetta er kennslubókardæmi um sálfræðileg varnarviðbrögð við eigin villimennsku. Flestir telja sig vera gott fólk. Fáir myndu lýsa sér sem blóðþyrstum, hefnigjörnum, ófyrirgefandi ófreskjum. Hvernig leysum við úr þeirri mótsögn að við myndum stundum vilja horfa á aðra þjást og drepast vegna misgjörða sinna? Jú, við segjum að viðkomandi maður sé ekki maður. Þar með er hann orðinn eins og illgresi sem á enga samúð skilið. Nokkrar staðreyndir. Ljón eru ekki flokkuð sem dýr í útrýmingarhættu, stofninn er sagður „viðkvæmur“. Það er löglegt að veiða ljón í Simbabve. Það er löglegt að veiða ljón með boga. Það er löglegt að ginna ljón af verndarsvæði með bráð. Það er löglegt að veiða fullvaxta karldýr, þar sem dráp þeirra hefur minnstu áhrifin á stærð stofnsins. Menn geta haft skoðun á því að sumt af þessu sé ógeðslegt og að lítill bragur sé á þessu áhugamáli. En það sem virðist hafa verið ólöglegt við drápið var að það fór fram á svæði án ljónakvóta. Sem vissulega er veiðiþjófnaður, rétt eins og það að að dorga í Elliðaám án leyfis eða skjóta rjúpu utan veiðitímabils. En passleg refsing fyrir slík brot er ekki ævilöng og óafturkræf brottvikning úr samfélagi mannanna. „Viðrini!“ „Tannlæknadrusla!“ „Það ætti að henda manninum fyrir ljón.“ Svo lætur fólk út úr sér á samfélagsmiðlunum í skjóli fjöldans. Götudómstóllinn vill réttlæti og það strax. En það er ekki þannig sem við, mannkynið, gerum hluti. Við setjum lög um það sem við viljum banna. Ef þau lög eru brotin er fólk kallað fyrir dómstóla þar sem það fær að verja sig. Við ráðumst ekki eins og villt hjörð á þá sem skjóta sig í fótinn. Það er nú það sem aðgreinir okkur – frá dýrunum.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun