Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Kylfingarnir sýndu listir sínar í gær þegar þeir slógu af Selfossi við Reykjavíkurhöfn á litla eyju sem búið var að koma fyrir úti á hafi, með misgóðum árangri. Hér slær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/valli Það má búast við galopnu Íslandsmóti í höggleik á Garðavelli á Akranesi en mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag. Þetta er í 74. sinn sem Íslandsmótið í höggleik er haldið og fer það nú fram á Garðavelli í annað sinn. Allir okkar sterkustu kylfingar eru með fyrir utan Birgi Leif Hafþórsson sem valdi frekar að spila á sterku móti í Áskorendamótaröð Evrópu í Frakklandi um helgina. „Hann hefur líklega aldrei spilað betur á ferlinum en nú,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson sem styður ákvörðun Birgis Leifs. „Það er um að gera fyrir hann að taka þátt í jafn sterku móti og þessu.“ Birgir Leifur hefur, rétt eins og Úlfar og Björgvin Þorsteinsson, unnið sex Íslandsmeistaratitla en þarf að bíða eftir þeim sjöunda. Úlfar getur reyndar aftur tekið fram úr þeim Birgi Leifi og Björgvini með sigri um helgina. „Ég hef reyndar ekki miklar væntingar til þess en það er gaman að vera með. Völlurinn er flottur,“ sagði Úlfar í léttum dúr.Ólafur Björn Loftsson reynir að hitta eyjuna á hafinu.vísir/valliAtvinnukylfingarnir með Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir taka þátt í mótinu en þær hafa staðið sig vel á LET Access-mótaröðinni í Evrópu í sumar. Ólafía Þórunn er ríkjandi meistari og á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni. Hún segir að því fylgi líklega meiri pressa að keppa á Íslandsmótinu sem atvinnumaður en áhugakylfingur. „Ég er mjög ánægð með sumarið. Þetta hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig,“ segir hún. „Ég hef lært mikið um hvernig maður á að hugsa úti á vellinum sjálfum og fyrir mót. Vonandi held ég áfram að bæta mig í því.“ Hún á von á harðri baráttu enda alls sex keppendur á mótinu sem hafa orðið Íslandsmeistarar áður. „Ég á von á því að skorið verði mjög gott,“ segir hún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á skráða lægstu forgjöf allra keppenda í kvennaflokki [-1,5] en á þó enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef stefnt að því að vinna þetta mót í mörg ár. Það er draumurinn að verða Íslandsmeistari,“ segir Guðrún Brá. „Ég held að þetta muni ráðast af púttunum og ég á ágæta möguleika í þeirri baráttu. Ég mun spila til sigurs eins og í öllum mótum,“ segir hún. Reikna má með því að Heiða Guðnadóttir, sem hefur heldur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli, blandi sér einnig í baráttuna af fullum krafti en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar og er efst að loknum fjórum af sex mótum Eimskipsmótaraðarinnar.vísir/andri marinóNálgast markmið sín Keppni verður einnig hörð í karlaflokki. Kristján Þór Einarsson er efstur á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og vann gull á Smáþjóðaleikunum með miklum yfirburðum. Axel Bóasson vann hins vegar langþráðan Íslandsmeistaratitil í höggleik og mætir með til leiks með fullt sjálfstraust. „Ég er hægt og rólega að nálgast mín markmið eftir að gengið í byrjun sumars var upp og ofan,“ segir Axel. „En það er frábært að sjá hversu margir sterkir kylfingar eru með og eiga möguleika í ár. Við viljum hafa það þannig.“ Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Það má búast við galopnu Íslandsmóti í höggleik á Garðavelli á Akranesi en mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag. Þetta er í 74. sinn sem Íslandsmótið í höggleik er haldið og fer það nú fram á Garðavelli í annað sinn. Allir okkar sterkustu kylfingar eru með fyrir utan Birgi Leif Hafþórsson sem valdi frekar að spila á sterku móti í Áskorendamótaröð Evrópu í Frakklandi um helgina. „Hann hefur líklega aldrei spilað betur á ferlinum en nú,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson sem styður ákvörðun Birgis Leifs. „Það er um að gera fyrir hann að taka þátt í jafn sterku móti og þessu.“ Birgir Leifur hefur, rétt eins og Úlfar og Björgvin Þorsteinsson, unnið sex Íslandsmeistaratitla en þarf að bíða eftir þeim sjöunda. Úlfar getur reyndar aftur tekið fram úr þeim Birgi Leifi og Björgvini með sigri um helgina. „Ég hef reyndar ekki miklar væntingar til þess en það er gaman að vera með. Völlurinn er flottur,“ sagði Úlfar í léttum dúr.Ólafur Björn Loftsson reynir að hitta eyjuna á hafinu.vísir/valliAtvinnukylfingarnir með Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir taka þátt í mótinu en þær hafa staðið sig vel á LET Access-mótaröðinni í Evrópu í sumar. Ólafía Þórunn er ríkjandi meistari og á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni. Hún segir að því fylgi líklega meiri pressa að keppa á Íslandsmótinu sem atvinnumaður en áhugakylfingur. „Ég er mjög ánægð með sumarið. Þetta hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig,“ segir hún. „Ég hef lært mikið um hvernig maður á að hugsa úti á vellinum sjálfum og fyrir mót. Vonandi held ég áfram að bæta mig í því.“ Hún á von á harðri baráttu enda alls sex keppendur á mótinu sem hafa orðið Íslandsmeistarar áður. „Ég á von á því að skorið verði mjög gott,“ segir hún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á skráða lægstu forgjöf allra keppenda í kvennaflokki [-1,5] en á þó enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef stefnt að því að vinna þetta mót í mörg ár. Það er draumurinn að verða Íslandsmeistari,“ segir Guðrún Brá. „Ég held að þetta muni ráðast af púttunum og ég á ágæta möguleika í þeirri baráttu. Ég mun spila til sigurs eins og í öllum mótum,“ segir hún. Reikna má með því að Heiða Guðnadóttir, sem hefur heldur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli, blandi sér einnig í baráttuna af fullum krafti en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar og er efst að loknum fjórum af sex mótum Eimskipsmótaraðarinnar.vísir/andri marinóNálgast markmið sín Keppni verður einnig hörð í karlaflokki. Kristján Þór Einarsson er efstur á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og vann gull á Smáþjóðaleikunum með miklum yfirburðum. Axel Bóasson vann hins vegar langþráðan Íslandsmeistaratitil í höggleik og mætir með til leiks með fullt sjálfstraust. „Ég er hægt og rólega að nálgast mín markmið eftir að gengið í byrjun sumars var upp og ofan,“ segir Axel. „En það er frábært að sjá hversu margir sterkir kylfingar eru með og eiga möguleika í ár. Við viljum hafa það þannig.“
Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira