Menning

Þúsundir blóma, silfraðar tjarnir og mýs á ís

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gerður og Hanna Dís, dóttir hennar, standa við verkið Vorkoma sem samanstendur af yfir tvö þúsund blómum í silunganeti.
Gerður og Hanna Dís, dóttir hennar, standa við verkið Vorkoma sem samanstendur af yfir tvö þúsund blómum í silunganeti. Mynd/úr einkasafni
„Það er mikill leikur og gleði sem felst í því að gera stór textílverk og myndefnið sæki ég í hið iðandi líf sem leynist á ólíklegustu stöðum,“ segir Gerður Guðmundsdóttir myndlistarkona um sýninguna Hringrás sem opin er í Listasal Mosfellsbæjar fram á laugardag. Þar getur meðal annars að líta listaverk sem tengjast jöklum og hinu sérstæða náttúrufyrirbrigði jöklamúsum.

Gerður segir um tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni og að sum verkin séu býsna stór. Bláfjöll, sem búið er til með þrykktum laufblöðum á bláa, þæfða fleti, er til dæmis rúmir 15 fermetrar og það eitt tók hana níu mánuði að gera.

Hún hrósar Listasal Mosfellsbæjar og segir gaman að sýna þar, til dæmis notist lítill gluggi þar til að dýpka eitt verkið með skuggum. Hún hefur samanburð við sali á stærri stöðum því hún var með Bláfjöll á listasafni í Frakklandi í eitt ár og áður sýndi hún í Freiburg í Þýskalandi.

Gestir á sýningunni geta hitt Gerði í dag, því hún ætlar að sitja þar yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.