Gæsilegt Berglind Pétursdóttir skrifar 20. júlí 2015 07:00 Vinkonur mínar eru svo miklar nútímakonur að engin þeirra ætlar að gifta sig fyrr en um sextugt. Við erum sjálfstæðar nútímakonur, mætum á mikilvæga fundi og lifum í synd með mökum sem þvo þvott og taka fæðingarorlof. Gott og blessað. Þess vegna fórum við alveg í kleinu þegar kom loks að því að halda gæsapartí fyrir eina sem hafði verið klófest af ástsjúkum manni sem getur ómögulega hugsað sér að lifa í óvígðri sambúð. Það sem ég hræðist mest í lífinu er að fá minna nammi en hinir. Það sem ég hræðist næstmest í lífinu eru gæsa- og steggjapartí. Að vera vandræðalegi vinurinn með myndavélina á kantinum sem tekur upp lengri klippur af tjullklæddri vinkonu að angra ferðamenn á Laugaveginum. En þetta verður að gera, hafa gaman í síðasta sinn saman. Og hvað er skemmtilegra en að niðurlægja vini sína? Mjög fátt. Ofan á allt var gæsin með mjög háan standard, enda ættuð frá Bretlandi, mekka ósmart gæsa- og steggjapartía. Þegar ég bjó þar í 20.000 manna samfélagi á sínum tíma voru fjórar stærðarinnar partíbúðir í bænum. Allar á mörgum hæðum og fylltar vörum ætluðum til gæsagríns. Það var bara eitt apótek. Við tóku miklar spekúlasjónir um hvernig væri hægt að framkvæma þetta á nútímalegan og smart hátt. Ein okkar sat nefnilega í pottinum í Nauthólsvík síðastliðna helgi og gat sig hvergi hreyft. Þrjár gæsir og steggur svömluðu um og gögguðu eitthvað óskiljanlegt. Undir lokin þurfti að skipta sér af því þegar steggurinn fór að atast í einni gæsinni sem var flækt í englavængjunum sínum og gat sig hvergi hrært. Ekki smart. Þrátt fyrir að ég sé mótfallin Borat-sundskýlum og því að kaupa kossa af Boggu úr Breiðholti styð ég engu að síður hugmyndina um óvenjulegan dag með öllum vinkonunum áður en maður skiptir um gír og hverfur inn í mók hveitibrauðsdaga og spilakvölda. Giftar konur fara náttúrulega ekkert mikið út, en ef maður (kona) vill hitta allar stelpurnar aftur, þá sækir hún bara um skilnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Vinkonur mínar eru svo miklar nútímakonur að engin þeirra ætlar að gifta sig fyrr en um sextugt. Við erum sjálfstæðar nútímakonur, mætum á mikilvæga fundi og lifum í synd með mökum sem þvo þvott og taka fæðingarorlof. Gott og blessað. Þess vegna fórum við alveg í kleinu þegar kom loks að því að halda gæsapartí fyrir eina sem hafði verið klófest af ástsjúkum manni sem getur ómögulega hugsað sér að lifa í óvígðri sambúð. Það sem ég hræðist mest í lífinu er að fá minna nammi en hinir. Það sem ég hræðist næstmest í lífinu eru gæsa- og steggjapartí. Að vera vandræðalegi vinurinn með myndavélina á kantinum sem tekur upp lengri klippur af tjullklæddri vinkonu að angra ferðamenn á Laugaveginum. En þetta verður að gera, hafa gaman í síðasta sinn saman. Og hvað er skemmtilegra en að niðurlægja vini sína? Mjög fátt. Ofan á allt var gæsin með mjög háan standard, enda ættuð frá Bretlandi, mekka ósmart gæsa- og steggjapartía. Þegar ég bjó þar í 20.000 manna samfélagi á sínum tíma voru fjórar stærðarinnar partíbúðir í bænum. Allar á mörgum hæðum og fylltar vörum ætluðum til gæsagríns. Það var bara eitt apótek. Við tóku miklar spekúlasjónir um hvernig væri hægt að framkvæma þetta á nútímalegan og smart hátt. Ein okkar sat nefnilega í pottinum í Nauthólsvík síðastliðna helgi og gat sig hvergi hreyft. Þrjár gæsir og steggur svömluðu um og gögguðu eitthvað óskiljanlegt. Undir lokin þurfti að skipta sér af því þegar steggurinn fór að atast í einni gæsinni sem var flækt í englavængjunum sínum og gat sig hvergi hrært. Ekki smart. Þrátt fyrir að ég sé mótfallin Borat-sundskýlum og því að kaupa kossa af Boggu úr Breiðholti styð ég engu að síður hugmyndina um óvenjulegan dag með öllum vinkonunum áður en maður skiptir um gír og hverfur inn í mók hveitibrauðsdaga og spilakvölda. Giftar konur fara náttúrulega ekkert mikið út, en ef maður (kona) vill hitta allar stelpurnar aftur, þá sækir hún bara um skilnað.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun