Er fólk fífl? Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 07:00 Það koma dagar þar sem ég hef ekki skoðun á neinu. Hvað á að gera við Grikkland? Pass. Stóra Mike Tyson málið? Pass. Meira að segja skóbúnaður Sigmundar Davíðs getur ekki kveikt í mér. Það skipti svo sem engu máli ef ekki fælist í starfslýsingu minni að hafa skoðanir. Á slíkum dögum sting ég fartölvunni undir arminn og skunda í örvæntingu á kaffihús hér í Norður-London þar sem ég panta mér íslatte með aukaskoti af karamellusírópi og vonast til að réttlát reiði taki að svella í æðum mér í takt við hækkandi sykurmagn í blóði. Fyrir viku var ég nýsest við uppáhaldsborðið mitt þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að fólk er fífl. Skoðunin spratt ekki upp úr sykrinum – ég var ekki einu sinni byrjuð að lepja lattebollann – heldur gaur sem sat á næsta borði við mig. Klukkan var tólf að hádegi þegar starfsmaður kaffihússins steig fram fyrir afgreiðsluborðið og ávarpaði gesti þess. Hann bað um mínútu þögn. Ástæðan var sú að vika var liðin síðan vígamaður fór um sólarströnd rétt fyrir utan borgina Sousse í Túnis og myrti 38 ferðamenn. Flestir þeirra voru Bretar. Á meðan hinna látnu var minnst um allt land með þögn gaspraði maðurinn á næsta borði í farsímann sinn eins og enginn væri morgundagurinn. Í sextíu sekúndur ræddi hann um veðrið, píparann sem átti að gera við klósettið heima hjá honum en lét aldrei sjá sig og plön helgarinnar. Enginn á kaffihúsinu þorði að segja neitt. Ásakandi augnaráð mætti manninum þó á hverju borði. En kauði virtist lítt kippa sér upp við þöglar ávíturnar og ef eitthvað var espaðist hann upp við athyglina.Rafrænar áminningar frá helvíti Það eru til mismunandi tegundir af fíflum í heiminum. Til eru fífl sem tala í símann þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásar er minnst. Og til eru fífl sem fremja hryðjuverk. Stundum finnst manni eins og veröldin sé full af fíflum. Að í henni sé fátt gott að finna. Grimmd, hatur og skeytingarleysi flæða yfir síður blaðanna eins og blóðtaumarnir um átakasvæði jarðar sem eru svo mörg að við höfum ekki tölu yfir þau. Fjölmiðlar eru uppfullir af álitsgjöfum – eins og undirritaðri – sem keppast við að minna á hungur, hamfarir og forsætisráðherra sem mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna, eins og Google Calendar sem er beintengt við helvíti og færir notendum rafrænar áminningar um að stutt sé í ferðalagið þangað. Hvernig er ekki hægt að finnast fólk vera fífl? En það er svo skrýtið, stundum er það einmitt í skugganum sem birta mannssálarinnar skín hvað skærast.Túnis, 26. júní, 2015: - Seifeddine Rezgui hefur skothríð á sólarströnd við Port El Kantaoui hótelsamstæðuna rétt fyrir utan Sousse. Ferðamenn eru skotmörk hans. - Hinn sextán ára Owen Richards horfir upp á móðurbróður sinn láta lífið þegar byssukúla fer í gegnum öxl Owen og endar í höfði frænda hans. Hann hafði komið til Túnis ásamt frænda sínum, bróður og afa. Owen er sá eini í hópnum sem lifir hryðjuverkaárásina af. Owen finnst mitt í kúlnaregninu þar sem hann reyndi að bjarga lífi konu sem hafði orðið fyrir skoti þótt hann væri sjálfur særður. - Hinn átján ára Ibrahim el Ghoul kemur auga á fjóra ferðamenn, karlmann, tvær konur og eitt barn, þar sem þau reyna að flýja undan byssumanninum Seifeddine Rezgui. Ibrahim stígur í veg fyrir Seifeddine og hrópar: „Lofaður sé Allah“. Seifeddine lætur vopn sitt síga og heldur leiðar sinnar. - Starfsfólk Port El Kantaoui hótelsamstæðunnar bjargar fjölda mannslífa er það myndar skjaldborg um ferðamenn sem þar leita skjóls undan Seifeddine. - Heimamenn elta Seifeddine uppi og reyna að stoppa hann af. Sumir kasta í hann steinum. Einhver notar öskubakka sem vopn. Mayel Moncef er staddur á svölunum heima hjá sér þegar hann kemur auga á Seifeddine þar sem hann reynir að flýja af vettvangi. Til að stöðva hann bregður hann á það ráð að kasta í hann lausum flísum af svölum sínum. Stuttu síðar skýtur lögregla Seifeddine til bana.Syndir mannanna Fréttir af illvirkjum á borð við hryðjuverkaárásina í Túnis eru daglegt brauð. Svo fyrirferðarmiklar eru syndir mannanna í fjölmiðlum að oft er erfitt að örvænta ekki. En ef betur er að gáð má oft sjá að einmitt á þeim stundum þegar mannlegt eðli brýst fram í sinni verstu mynd, þegar mannleg tilvist nær hvað lægstum lægðum, rís mannsandinn til hæstu hæða. Eins og í Túnis, 26. júní. Hetjur þess dags eru langtum fleiri en skúrkarnir. Kannski er fólk ekki fífl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Það koma dagar þar sem ég hef ekki skoðun á neinu. Hvað á að gera við Grikkland? Pass. Stóra Mike Tyson málið? Pass. Meira að segja skóbúnaður Sigmundar Davíðs getur ekki kveikt í mér. Það skipti svo sem engu máli ef ekki fælist í starfslýsingu minni að hafa skoðanir. Á slíkum dögum sting ég fartölvunni undir arminn og skunda í örvæntingu á kaffihús hér í Norður-London þar sem ég panta mér íslatte með aukaskoti af karamellusírópi og vonast til að réttlát reiði taki að svella í æðum mér í takt við hækkandi sykurmagn í blóði. Fyrir viku var ég nýsest við uppáhaldsborðið mitt þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að fólk er fífl. Skoðunin spratt ekki upp úr sykrinum – ég var ekki einu sinni byrjuð að lepja lattebollann – heldur gaur sem sat á næsta borði við mig. Klukkan var tólf að hádegi þegar starfsmaður kaffihússins steig fram fyrir afgreiðsluborðið og ávarpaði gesti þess. Hann bað um mínútu þögn. Ástæðan var sú að vika var liðin síðan vígamaður fór um sólarströnd rétt fyrir utan borgina Sousse í Túnis og myrti 38 ferðamenn. Flestir þeirra voru Bretar. Á meðan hinna látnu var minnst um allt land með þögn gaspraði maðurinn á næsta borði í farsímann sinn eins og enginn væri morgundagurinn. Í sextíu sekúndur ræddi hann um veðrið, píparann sem átti að gera við klósettið heima hjá honum en lét aldrei sjá sig og plön helgarinnar. Enginn á kaffihúsinu þorði að segja neitt. Ásakandi augnaráð mætti manninum þó á hverju borði. En kauði virtist lítt kippa sér upp við þöglar ávíturnar og ef eitthvað var espaðist hann upp við athyglina.Rafrænar áminningar frá helvíti Það eru til mismunandi tegundir af fíflum í heiminum. Til eru fífl sem tala í símann þegar fórnarlamba hryðjuverkaárásar er minnst. Og til eru fífl sem fremja hryðjuverk. Stundum finnst manni eins og veröldin sé full af fíflum. Að í henni sé fátt gott að finna. Grimmd, hatur og skeytingarleysi flæða yfir síður blaðanna eins og blóðtaumarnir um átakasvæði jarðar sem eru svo mörg að við höfum ekki tölu yfir þau. Fjölmiðlar eru uppfullir af álitsgjöfum – eins og undirritaðri – sem keppast við að minna á hungur, hamfarir og forsætisráðherra sem mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna, eins og Google Calendar sem er beintengt við helvíti og færir notendum rafrænar áminningar um að stutt sé í ferðalagið þangað. Hvernig er ekki hægt að finnast fólk vera fífl? En það er svo skrýtið, stundum er það einmitt í skugganum sem birta mannssálarinnar skín hvað skærast.Túnis, 26. júní, 2015: - Seifeddine Rezgui hefur skothríð á sólarströnd við Port El Kantaoui hótelsamstæðuna rétt fyrir utan Sousse. Ferðamenn eru skotmörk hans. - Hinn sextán ára Owen Richards horfir upp á móðurbróður sinn láta lífið þegar byssukúla fer í gegnum öxl Owen og endar í höfði frænda hans. Hann hafði komið til Túnis ásamt frænda sínum, bróður og afa. Owen er sá eini í hópnum sem lifir hryðjuverkaárásina af. Owen finnst mitt í kúlnaregninu þar sem hann reyndi að bjarga lífi konu sem hafði orðið fyrir skoti þótt hann væri sjálfur særður. - Hinn átján ára Ibrahim el Ghoul kemur auga á fjóra ferðamenn, karlmann, tvær konur og eitt barn, þar sem þau reyna að flýja undan byssumanninum Seifeddine Rezgui. Ibrahim stígur í veg fyrir Seifeddine og hrópar: „Lofaður sé Allah“. Seifeddine lætur vopn sitt síga og heldur leiðar sinnar. - Starfsfólk Port El Kantaoui hótelsamstæðunnar bjargar fjölda mannslífa er það myndar skjaldborg um ferðamenn sem þar leita skjóls undan Seifeddine. - Heimamenn elta Seifeddine uppi og reyna að stoppa hann af. Sumir kasta í hann steinum. Einhver notar öskubakka sem vopn. Mayel Moncef er staddur á svölunum heima hjá sér þegar hann kemur auga á Seifeddine þar sem hann reynir að flýja af vettvangi. Til að stöðva hann bregður hann á það ráð að kasta í hann lausum flísum af svölum sínum. Stuttu síðar skýtur lögregla Seifeddine til bana.Syndir mannanna Fréttir af illvirkjum á borð við hryðjuverkaárásina í Túnis eru daglegt brauð. Svo fyrirferðarmiklar eru syndir mannanna í fjölmiðlum að oft er erfitt að örvænta ekki. En ef betur er að gáð má oft sjá að einmitt á þeim stundum þegar mannlegt eðli brýst fram í sinni verstu mynd, þegar mannleg tilvist nær hvað lægstum lægðum, rís mannsandinn til hæstu hæða. Eins og í Túnis, 26. júní. Hetjur þess dags eru langtum fleiri en skúrkarnir. Kannski er fólk ekki fífl.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun