Einu skrefi frá endalokunum Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 07:00 Sólin var heit. Loftið angaði af furu og sjávarseltu. Miðjarðarhafið gjálfraði handan hamarsins. Það var stutt í þverhnípið. Kannski tuttugu skref. Matt Haig setti sér markmið. Hann hugðist taka tuttugu og eitt skref í átt að hafinu. Þremur dögum áður en hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Matt ákvað að fyrirfara sér í Miðjarðarhafinu benti ekkert til þess að hann gæti fyllst svo mikilli örvæntingu að hann sæi þann kost vænstan að hoppa fram af kletti. Hann vaknaði í villunni sem hann deildi með Andreu, kærustu sinni, á fallegum og afviknum stað á Ibiza þar sem þau bjuggu og ráku skemmtistað og hótel. Dagurinn var í alla staði venjulegur, ómarkverður. En svo breyttist allt. Það hófst með einni hugsun. Hugsun um að eitthvað væri að fara úrskeiðis. Sekúndu síðar fann Matt fyrir seyðingi í aftanverðu höfðinu. Hjartað tók að hamast í brjósti hans. Honum fannst eins og hann félli ofan í dimma, þrönga holu. Honum fannst eins og hann væri að deyja. Matt þekkti ekki þunglyndi. Hann gat ekki útskýrt ástand sitt. Honum leið eins og hann væri einn í heiminum. Hann lagðist fyrir með höfuðið fullt af svartnætti. Hann langaði til að deyja. Nei, það var ekki rétt. Hann langaði ekki til að deyja. Hann þráði að hafa aldrei orðið til. Hann gat ekki sofið og gat ekki borðað. Andrea kom reglulega inn í herbergið hans og fékk hann til að drekka smá vatn. Á þriðja degi gat hann ekki meir. Hann sagði Andreu að hann ætlaði í göngutúr. Hann var staðráðinn í að binda enda á óbærilegar og óskiljanlegar andlegar þjáningar sínar. Við Matt blasti fallegasta útsýni sem hann hafði séð. Miðjarðarhafið var eins og grænblær eldhúsdúkur þakinn skínandi demöntum. En það breytti engu. Hann byrjaði að telja skrefin. Þegar hann fipaðist í talningunni taldi hann í sjálfan sig kjark. „Ekki guggna á þessu.“ Hann var kominn að brúninni. Það þurfti aðeins eitt skref til.Banvænn sjúkdómur Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru sjálfsvíg ein af algengari dánarorsökum í heiminum í dag. Talið er að meira en eitt af hverjum hundrað mannslátum sé af völdum sjálfsvígs. Sjálfsvíg er algengari dánarorsök en magakrabbamein, skorpulifur, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein og Alzheimer-sjúkdómurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem fremja sjálfsvíg eru oftar en ekki haldnir þunglyndi. Það má því segja að þunglyndi sé einn af banvænni sjúkdómum sem mannkynið glímir við. En af hverju tökum við þennan skaðvald þá ekki meira alvarlega? Þeir sem glíma við þunglyndi mæta gjarnan skilningsleysi, jafnvel ákveðinni hörku. Þeir fá oft að heyra ráð eins og: „Taktu þig taki. Hristu þetta af þér. Farðu út að hlaupa.“ Myndum við einhvern tímann segja við einhvern með krabbamein: „Hristu þetta bara af þér.“ Myndum við segja við sjúkling með Alzheimer: „Finnurðu ekki húslyklana þína, taktu þig taki.“Langaði til að stökkva Þar sem Matt Haig stóð á klettabrún við Miðjarðarhafið, einu skrefi frá endalokunum, brutust fjórir einstaklingar inn í huga hans. Foreldrar hans, systir og kærasta. Hann óskaði þess að hann ætti engan að, engan sem fráfall hans særði. Hann langaði svo til að stökkva. En hann gat það ekki. Ekki þegar hann vissi hvað það gerði ástvinum hans. Hann sneri aftur í villuna og kastaði upp. Það tók Matt meira en ár að komast yfir erfiðasta hjallann. Hann tók að skrifa, gerðist rithöfundur að atvinnu, kvæntist Andreu og eignaðist börn. Það var meira en tíu árum eftir atvikið á Ibiza sem hann byrjaði að skrifa bókina sem er óvæntasti sumarsmellurinn í bókmenntaheiminum í Bretlandi í ár.Tilfinningalegt öngstræti Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 35 ára aldri í heiminum. Karlar eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri en konur til að svipta sig lífi. Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins standa nú fyrir átakinu „Útmeð‘a“ sem ætlað er að fækka sjálfsvígum ungra karla hér á landi. Með slagorðinu eru ungir menn hvattir til að „setja tilfinningar sínar í orð í því skyni að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum“. Í metsölubókinni Reasons to Stay Alive, sem Bretar lesa nú á sólarströndum um heim allan, greinir Matt Haig frá baráttu sinni við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í bókinni fjallar Matt einmitt um mikilvægi orða þegar kemur að sjúkdómnum. Orð hjálpuðu honum í baráttunni á tvennan hátt: Annars vegar fannst honum ómetanlegt að heyra af reynslu annarra af þunglyndi. Hins vegar hjálpaði það honum að tala sjálfur um eigin líðan. Tökum þunglyndi alvarlega. Meira en milljón manns fremja sjálfsvíg í heiminum á ári hverju. Milli tíu og tuttugu milljónir reyna að fyrirfara sér. Þeir sem vilja leggja baráttunni gegn sjálfsvígum hér á landi lið geta styrkt 12 manna hlaupahóp sem hleypur nú kringum landið til styrktar „Útmeð‘a“ um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500. Einnig má leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun
Sólin var heit. Loftið angaði af furu og sjávarseltu. Miðjarðarhafið gjálfraði handan hamarsins. Það var stutt í þverhnípið. Kannski tuttugu skref. Matt Haig setti sér markmið. Hann hugðist taka tuttugu og eitt skref í átt að hafinu. Þremur dögum áður en hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Matt ákvað að fyrirfara sér í Miðjarðarhafinu benti ekkert til þess að hann gæti fyllst svo mikilli örvæntingu að hann sæi þann kost vænstan að hoppa fram af kletti. Hann vaknaði í villunni sem hann deildi með Andreu, kærustu sinni, á fallegum og afviknum stað á Ibiza þar sem þau bjuggu og ráku skemmtistað og hótel. Dagurinn var í alla staði venjulegur, ómarkverður. En svo breyttist allt. Það hófst með einni hugsun. Hugsun um að eitthvað væri að fara úrskeiðis. Sekúndu síðar fann Matt fyrir seyðingi í aftanverðu höfðinu. Hjartað tók að hamast í brjósti hans. Honum fannst eins og hann félli ofan í dimma, þrönga holu. Honum fannst eins og hann væri að deyja. Matt þekkti ekki þunglyndi. Hann gat ekki útskýrt ástand sitt. Honum leið eins og hann væri einn í heiminum. Hann lagðist fyrir með höfuðið fullt af svartnætti. Hann langaði til að deyja. Nei, það var ekki rétt. Hann langaði ekki til að deyja. Hann þráði að hafa aldrei orðið til. Hann gat ekki sofið og gat ekki borðað. Andrea kom reglulega inn í herbergið hans og fékk hann til að drekka smá vatn. Á þriðja degi gat hann ekki meir. Hann sagði Andreu að hann ætlaði í göngutúr. Hann var staðráðinn í að binda enda á óbærilegar og óskiljanlegar andlegar þjáningar sínar. Við Matt blasti fallegasta útsýni sem hann hafði séð. Miðjarðarhafið var eins og grænblær eldhúsdúkur þakinn skínandi demöntum. En það breytti engu. Hann byrjaði að telja skrefin. Þegar hann fipaðist í talningunni taldi hann í sjálfan sig kjark. „Ekki guggna á þessu.“ Hann var kominn að brúninni. Það þurfti aðeins eitt skref til.Banvænn sjúkdómur Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru sjálfsvíg ein af algengari dánarorsökum í heiminum í dag. Talið er að meira en eitt af hverjum hundrað mannslátum sé af völdum sjálfsvígs. Sjálfsvíg er algengari dánarorsök en magakrabbamein, skorpulifur, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein og Alzheimer-sjúkdómurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem fremja sjálfsvíg eru oftar en ekki haldnir þunglyndi. Það má því segja að þunglyndi sé einn af banvænni sjúkdómum sem mannkynið glímir við. En af hverju tökum við þennan skaðvald þá ekki meira alvarlega? Þeir sem glíma við þunglyndi mæta gjarnan skilningsleysi, jafnvel ákveðinni hörku. Þeir fá oft að heyra ráð eins og: „Taktu þig taki. Hristu þetta af þér. Farðu út að hlaupa.“ Myndum við einhvern tímann segja við einhvern með krabbamein: „Hristu þetta bara af þér.“ Myndum við segja við sjúkling með Alzheimer: „Finnurðu ekki húslyklana þína, taktu þig taki.“Langaði til að stökkva Þar sem Matt Haig stóð á klettabrún við Miðjarðarhafið, einu skrefi frá endalokunum, brutust fjórir einstaklingar inn í huga hans. Foreldrar hans, systir og kærasta. Hann óskaði þess að hann ætti engan að, engan sem fráfall hans særði. Hann langaði svo til að stökkva. En hann gat það ekki. Ekki þegar hann vissi hvað það gerði ástvinum hans. Hann sneri aftur í villuna og kastaði upp. Það tók Matt meira en ár að komast yfir erfiðasta hjallann. Hann tók að skrifa, gerðist rithöfundur að atvinnu, kvæntist Andreu og eignaðist börn. Það var meira en tíu árum eftir atvikið á Ibiza sem hann byrjaði að skrifa bókina sem er óvæntasti sumarsmellurinn í bókmenntaheiminum í Bretlandi í ár.Tilfinningalegt öngstræti Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök karlmanna undir 35 ára aldri í heiminum. Karlar eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri en konur til að svipta sig lífi. Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins standa nú fyrir átakinu „Útmeð‘a“ sem ætlað er að fækka sjálfsvígum ungra karla hér á landi. Með slagorðinu eru ungir menn hvattir til að „setja tilfinningar sínar í orð í því skyni að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum“. Í metsölubókinni Reasons to Stay Alive, sem Bretar lesa nú á sólarströndum um heim allan, greinir Matt Haig frá baráttu sinni við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í bókinni fjallar Matt einmitt um mikilvægi orða þegar kemur að sjúkdómnum. Orð hjálpuðu honum í baráttunni á tvennan hátt: Annars vegar fannst honum ómetanlegt að heyra af reynslu annarra af þunglyndi. Hins vegar hjálpaði það honum að tala sjálfur um eigin líðan. Tökum þunglyndi alvarlega. Meira en milljón manns fremja sjálfsvíg í heiminum á ári hverju. Milli tíu og tuttugu milljónir reyna að fyrirfara sér. Þeir sem vilja leggja baráttunni gegn sjálfsvígum hér á landi lið geta styrkt 12 manna hlaupahóp sem hleypur nú kringum landið til styrktar „Útmeð‘a“ um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904-1500. Einnig má leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geðhjálpar: 0546-14-411114, kt. 531180-0469.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun