Hvetur Grikki til að hafna samningnum Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Alexis Tsipras hvetur Grikki til að neita kröfum lánardrottna sinna í von um að hægt sé að fá hagstæðari samning fyrir Grikki. nordicphoto/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki. Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki.
Grikkland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira