Leikgleði Jón Gnarr skrifar 27. júní 2015 07:00 Ég finn mikla þörf til að tala um leikgleði, mikilvægi þess að leika sér einn eða með öðrum í einhverju sem veitir manni hamingju og gleði. Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í þroskaferli heilans. Hann er hluti af greind. Ungviði flestra dýra eyða miklum tíma í leik. Leikurinn undirbýr þau undir áskoranir seinna meir en virkar líka eins og líkamsrækt fyrir huga þeirra. Fólk er börn lengur en önnur dýr. Folald sebrahestsins tekur á sprett með hjörðinni nokkrum klukkutímum eftir að það kemur í heiminn á meðan mannsbarnið er nær algjörlega ósjálfbjarga fyrstu árin. Nú væri auðvelt að draga þá ályktun, byggða á hugmyndum okkar um þroskaferli heilans og almennu gildismati um greind, að sebrahestar væru töluvert gáfaðri en mannfólkið. Þeir þurfa frá fæðingu að læra að bjarga sér, vera úrræðagóðir og vinna undir álagi. Sebrahestar þurfa að hafa athyglisgáfuna í lagi til að lifa af. Þriggja mánaða folald er töluvert meira sjálfbjarga en jafnaldrar þess í mannheimum. Á meðan folald sebrahestsins hleypur um á allt að 50 kílómetra hraða á fjórum fótum er mannsbarnið bara rétt að byrja að skríða um og kann ekki alveg að nota sína tvo fætur. En það breytist fljótt. Með tímanum verður þetta saklausa og varnarlausa barn að gáfuðustu skepnu á jörðinni sem ber höfuð og herðar yfir sebrahesta. Og undirstaða greindarinnar er einmitt lögð á þessum fyrstu árum. Heilinn fær frið og tíma til að þroskast. Og þar skipta kæruleysi og leikur mestu máli. Mörgum finnst erfitt að skilja þetta.Fíflagangur Börn og leikur eru nátengd. Börn leika sér. Leikgleðin skiptir miklu meira máli í mannlegu samfélagi heldur en við gerum okkur almennt grein fyrir. Leikgleðin er grundvallaratriði í öllu skapandi ferli. Líf okkar hefst á leikgleði. Leikirnir sem við lékum sem börn eru líka oft einhverjar þær skemmtilegustu minningar sem við eigum. En þegar við eldumst þá hættum við að leika okkur. Leikurinn verður jafnvel skammarlegur og „barnalegur“. Við viljum sýna öðrum að við séum fullorðið fólk en ekki börn. Leikurinn verður þá gjarnan tengdur heimsku og greindarskorti. „Fíflagangur!“ Og við hættum að „láta eins og bjánar“ og verðum fullorðið fólk sem er alvarlegt og með áhyggjur. Ástæðan fyrir því að við eyðum svo löngum tíma í að slíta barnsskónum getur ekki verið til að undirbúa okkur fyrir langt og alvarlegt líf. Getur verið að heili okkar sé uppfullur af alls konar auðæfum sem við sjáum ekki, hvurs verðmæti við skiljum ekki og kunnum ekki að virkja eða nota? Hvað er hugmynd? Hvaðan kemur hún ef ekki innan úr okkar eigin huga? Að finna hugmynd er að mörgu leyti eins og að finna gull- eða demantanámu. Sumt fólk lifir góðu lífi alla ævi á einni góðri hugmynd, fyrirtæki, listaverki, uppgötvun eða jafnvel einu lagi.Stressaðir en mjög duglegir sebrahestar Rannsóknir sýna að fólk sem leikur sér er hamingjusamara en fólk sem gerir það ekki. Fólk sem hefur leikgleði sem hluta af sínu lífi nær meiri árangri en fólk sem hefur það ekki. Að vera duglegur, sjálfstæður og úrræðagóður er mjög gott. En eitt og sér dugar það skammt. Það er bara einn hluti af greind okkar. Leikgleðin er annar hluti. Eitt útilokar ekki annað. Þegar hin lógíska og praktíska hugsun vinna saman með skapandi leikgleði þá erum við yfirleitt upp á okkar besta. Leikgleði fullorðinna er samt yfirleitt bundin við frítíma, með fjölskyldu eða vinum og nær oft hámarki í kynlífi. En fyrr en varir er kominn mánudagur og fólk fer aftur til vinnu og alvara lífsins tekur við. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem hafa einhverja sérstaka afstöðu til leikgleði. Á flestum vinnustöðum er hún illa séð og glatt fólk jafnvel hvatt til að brosa minna og vinna meira. En þegar við skoðum þau fyrirtæki sem eru að ná hvað mestum alþjóðlegum árangri þá vekur það athygli hversu mörg þeirra leggja mikla áherslu á leik. Google er líklega besta dæmið. Leikur er mikilvægur hluti af starfsdegi og starfsmenn eru næstum því hvattir til leti og fíflagangur er hluti af því að vinna hjá Google. Það hefur svo líka komið skemmtilega á óvart að starfsmenn eru yfirleitt afkastamestir þegar þeir eru í pásum. Þá léttir á spennu og í afslappaðri leikgleði fær heilinn tækifæri til að láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Mér finnst að við ættum að gefa þessu meiri gaum í samfélagi okkar. Ekki af því að það sé huggulegt eða næs heldur vegna þess að það er fjárfesting til framtíðar. Það er eins og að finna og kaupa land þar sem maður er viss um að leynist náttúruauðlindir neðanjarðar. Það sést ekki á yfirborðinu en undir því er gull. Skapandi hugmyndir eru náttúruauðæfi framtíðarinnar. Þeir sem gera sér grein fyrir því verða leiðandi og munu bera höfuð og herðar yfir aðra á meðan þeir sem gera það ekki munu hlaupa um eins og stressaðir en mjög duglegir sebrahestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Ég finn mikla þörf til að tala um leikgleði, mikilvægi þess að leika sér einn eða með öðrum í einhverju sem veitir manni hamingju og gleði. Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í þroskaferli heilans. Hann er hluti af greind. Ungviði flestra dýra eyða miklum tíma í leik. Leikurinn undirbýr þau undir áskoranir seinna meir en virkar líka eins og líkamsrækt fyrir huga þeirra. Fólk er börn lengur en önnur dýr. Folald sebrahestsins tekur á sprett með hjörðinni nokkrum klukkutímum eftir að það kemur í heiminn á meðan mannsbarnið er nær algjörlega ósjálfbjarga fyrstu árin. Nú væri auðvelt að draga þá ályktun, byggða á hugmyndum okkar um þroskaferli heilans og almennu gildismati um greind, að sebrahestar væru töluvert gáfaðri en mannfólkið. Þeir þurfa frá fæðingu að læra að bjarga sér, vera úrræðagóðir og vinna undir álagi. Sebrahestar þurfa að hafa athyglisgáfuna í lagi til að lifa af. Þriggja mánaða folald er töluvert meira sjálfbjarga en jafnaldrar þess í mannheimum. Á meðan folald sebrahestsins hleypur um á allt að 50 kílómetra hraða á fjórum fótum er mannsbarnið bara rétt að byrja að skríða um og kann ekki alveg að nota sína tvo fætur. En það breytist fljótt. Með tímanum verður þetta saklausa og varnarlausa barn að gáfuðustu skepnu á jörðinni sem ber höfuð og herðar yfir sebrahesta. Og undirstaða greindarinnar er einmitt lögð á þessum fyrstu árum. Heilinn fær frið og tíma til að þroskast. Og þar skipta kæruleysi og leikur mestu máli. Mörgum finnst erfitt að skilja þetta.Fíflagangur Börn og leikur eru nátengd. Börn leika sér. Leikgleðin skiptir miklu meira máli í mannlegu samfélagi heldur en við gerum okkur almennt grein fyrir. Leikgleðin er grundvallaratriði í öllu skapandi ferli. Líf okkar hefst á leikgleði. Leikirnir sem við lékum sem börn eru líka oft einhverjar þær skemmtilegustu minningar sem við eigum. En þegar við eldumst þá hættum við að leika okkur. Leikurinn verður jafnvel skammarlegur og „barnalegur“. Við viljum sýna öðrum að við séum fullorðið fólk en ekki börn. Leikurinn verður þá gjarnan tengdur heimsku og greindarskorti. „Fíflagangur!“ Og við hættum að „láta eins og bjánar“ og verðum fullorðið fólk sem er alvarlegt og með áhyggjur. Ástæðan fyrir því að við eyðum svo löngum tíma í að slíta barnsskónum getur ekki verið til að undirbúa okkur fyrir langt og alvarlegt líf. Getur verið að heili okkar sé uppfullur af alls konar auðæfum sem við sjáum ekki, hvurs verðmæti við skiljum ekki og kunnum ekki að virkja eða nota? Hvað er hugmynd? Hvaðan kemur hún ef ekki innan úr okkar eigin huga? Að finna hugmynd er að mörgu leyti eins og að finna gull- eða demantanámu. Sumt fólk lifir góðu lífi alla ævi á einni góðri hugmynd, fyrirtæki, listaverki, uppgötvun eða jafnvel einu lagi.Stressaðir en mjög duglegir sebrahestar Rannsóknir sýna að fólk sem leikur sér er hamingjusamara en fólk sem gerir það ekki. Fólk sem hefur leikgleði sem hluta af sínu lífi nær meiri árangri en fólk sem hefur það ekki. Að vera duglegur, sjálfstæður og úrræðagóður er mjög gott. En eitt og sér dugar það skammt. Það er bara einn hluti af greind okkar. Leikgleðin er annar hluti. Eitt útilokar ekki annað. Þegar hin lógíska og praktíska hugsun vinna saman með skapandi leikgleði þá erum við yfirleitt upp á okkar besta. Leikgleði fullorðinna er samt yfirleitt bundin við frítíma, með fjölskyldu eða vinum og nær oft hámarki í kynlífi. En fyrr en varir er kominn mánudagur og fólk fer aftur til vinnu og alvara lífsins tekur við. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem hafa einhverja sérstaka afstöðu til leikgleði. Á flestum vinnustöðum er hún illa séð og glatt fólk jafnvel hvatt til að brosa minna og vinna meira. En þegar við skoðum þau fyrirtæki sem eru að ná hvað mestum alþjóðlegum árangri þá vekur það athygli hversu mörg þeirra leggja mikla áherslu á leik. Google er líklega besta dæmið. Leikur er mikilvægur hluti af starfsdegi og starfsmenn eru næstum því hvattir til leti og fíflagangur er hluti af því að vinna hjá Google. Það hefur svo líka komið skemmtilega á óvart að starfsmenn eru yfirleitt afkastamestir þegar þeir eru í pásum. Þá léttir á spennu og í afslappaðri leikgleði fær heilinn tækifæri til að láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Mér finnst að við ættum að gefa þessu meiri gaum í samfélagi okkar. Ekki af því að það sé huggulegt eða næs heldur vegna þess að það er fjárfesting til framtíðar. Það er eins og að finna og kaupa land þar sem maður er viss um að leynist náttúruauðlindir neðanjarðar. Það sést ekki á yfirborðinu en undir því er gull. Skapandi hugmyndir eru náttúruauðæfi framtíðarinnar. Þeir sem gera sér grein fyrir því verða leiðandi og munu bera höfuð og herðar yfir aðra á meðan þeir sem gera það ekki munu hlaupa um eins og stressaðir en mjög duglegir sebrahestar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun