Engin miskunn í sumar Magnús Guðmundsson skrifar 27. júní 2015 13:30 Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir Let's talk Arctic sem var frumsýnt á Akureyri í gær. Fréttablaðið/Ernir Það er líflegt menningarlíf norðan heiða í sumar þar sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá. Gert er ráð fyrir uppákomum nær alla daga í sumar og fara þær fram í Menningarhúsinu Hofi klukkan 14 og 20 flesta daga. Dagskráin ber yfirskriftina Menningarsumarið í Hofi eða Summer Events in Hof og er í senn ætluð heimamönnum sem erlendu og innlendu ferðafólki. Á meðal viðburða er gaman-einleikurinn Let's talk Arctic en Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverk þeirrar sýningar og bregður sér meðal annars í gervi Helga magra og Þórunnar hyrnu, Jóns Sigurðssonar og annarra frumbyggja við Eyjafjörð. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sýningin sé vissulega sérhönnuð fyrir ferðamenn en auðvitað geti líka verið forvitnilegt fyrir Íslendinga að koma og sjá sýningu með þessum óvenjulega vinkli.Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverkin í sýningunni.„Let's talk Arctic er einhvers konar uppistands-spunasýning sem er gerð til þess að bæði fræða og skemmta í senn, svona info-tainment. Sýningin fer fram á ensku og er vissulega sniðin að þörfum ferðamanna enda erum við að leitast við að svara ákveðinni þörf sem þjónustuaðilar í ferðaþjónustunni á svæðinu hafa verið að kalla eftir. Að koma með sýningu með þessum hætti er vissulega ákveðin tilraun en við hér á Akureyri erum að vinna á tólf en ekki níu mánaða viðburðaári eins og algengt er með menningarhús. Það verður því mikið að gerast í allt sumar og má þar nefna fjölda tónleika og annarra listviðburða, við einfaldlega framleiðum eins mikið og við getum. En við verðum svo að bíða og sjá hvernig tekst til með leiksýninguna sem tilraun því Benedikt Karl Gröndal leikari, sem leikur reyndar einn í sýningunni bróðurpartinn af þeim sem bjuggu við Eyjafjörðinn lengi vel, verður keyrður áfram alveg miskunnarlaust í allt sumar með fimm sýningum á viku. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er líflegt menningarlíf norðan heiða í sumar þar sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá. Gert er ráð fyrir uppákomum nær alla daga í sumar og fara þær fram í Menningarhúsinu Hofi klukkan 14 og 20 flesta daga. Dagskráin ber yfirskriftina Menningarsumarið í Hofi eða Summer Events in Hof og er í senn ætluð heimamönnum sem erlendu og innlendu ferðafólki. Á meðal viðburða er gaman-einleikurinn Let's talk Arctic en Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverk þeirrar sýningar og bregður sér meðal annars í gervi Helga magra og Þórunnar hyrnu, Jóns Sigurðssonar og annarra frumbyggja við Eyjafjörð. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sýningin sé vissulega sérhönnuð fyrir ferðamenn en auðvitað geti líka verið forvitnilegt fyrir Íslendinga að koma og sjá sýningu með þessum óvenjulega vinkli.Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverkin í sýningunni.„Let's talk Arctic er einhvers konar uppistands-spunasýning sem er gerð til þess að bæði fræða og skemmta í senn, svona info-tainment. Sýningin fer fram á ensku og er vissulega sniðin að þörfum ferðamanna enda erum við að leitast við að svara ákveðinni þörf sem þjónustuaðilar í ferðaþjónustunni á svæðinu hafa verið að kalla eftir. Að koma með sýningu með þessum hætti er vissulega ákveðin tilraun en við hér á Akureyri erum að vinna á tólf en ekki níu mánaða viðburðaári eins og algengt er með menningarhús. Það verður því mikið að gerast í allt sumar og má þar nefna fjölda tónleika og annarra listviðburða, við einfaldlega framleiðum eins mikið og við getum. En við verðum svo að bíða og sjá hvernig tekst til með leiksýninguna sem tilraun því Benedikt Karl Gröndal leikari, sem leikur reyndar einn í sýningunni bróðurpartinn af þeim sem bjuggu við Eyjafjörðinn lengi vel, verður keyrður áfram alveg miskunnarlaust í allt sumar með fimm sýningum á viku.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira