Engin miskunn í sumar Magnús Guðmundsson skrifar 27. júní 2015 13:30 Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir Let's talk Arctic sem var frumsýnt á Akureyri í gær. Fréttablaðið/Ernir Það er líflegt menningarlíf norðan heiða í sumar þar sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá. Gert er ráð fyrir uppákomum nær alla daga í sumar og fara þær fram í Menningarhúsinu Hofi klukkan 14 og 20 flesta daga. Dagskráin ber yfirskriftina Menningarsumarið í Hofi eða Summer Events in Hof og er í senn ætluð heimamönnum sem erlendu og innlendu ferðafólki. Á meðal viðburða er gaman-einleikurinn Let's talk Arctic en Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverk þeirrar sýningar og bregður sér meðal annars í gervi Helga magra og Þórunnar hyrnu, Jóns Sigurðssonar og annarra frumbyggja við Eyjafjörð. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sýningin sé vissulega sérhönnuð fyrir ferðamenn en auðvitað geti líka verið forvitnilegt fyrir Íslendinga að koma og sjá sýningu með þessum óvenjulega vinkli.Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverkin í sýningunni.„Let's talk Arctic er einhvers konar uppistands-spunasýning sem er gerð til þess að bæði fræða og skemmta í senn, svona info-tainment. Sýningin fer fram á ensku og er vissulega sniðin að þörfum ferðamanna enda erum við að leitast við að svara ákveðinni þörf sem þjónustuaðilar í ferðaþjónustunni á svæðinu hafa verið að kalla eftir. Að koma með sýningu með þessum hætti er vissulega ákveðin tilraun en við hér á Akureyri erum að vinna á tólf en ekki níu mánaða viðburðaári eins og algengt er með menningarhús. Það verður því mikið að gerast í allt sumar og má þar nefna fjölda tónleika og annarra listviðburða, við einfaldlega framleiðum eins mikið og við getum. En við verðum svo að bíða og sjá hvernig tekst til með leiksýninguna sem tilraun því Benedikt Karl Gröndal leikari, sem leikur reyndar einn í sýningunni bróðurpartinn af þeim sem bjuggu við Eyjafjörðinn lengi vel, verður keyrður áfram alveg miskunnarlaust í allt sumar með fimm sýningum á viku. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er líflegt menningarlíf norðan heiða í sumar þar sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá. Gert er ráð fyrir uppákomum nær alla daga í sumar og fara þær fram í Menningarhúsinu Hofi klukkan 14 og 20 flesta daga. Dagskráin ber yfirskriftina Menningarsumarið í Hofi eða Summer Events in Hof og er í senn ætluð heimamönnum sem erlendu og innlendu ferðafólki. Á meðal viðburða er gaman-einleikurinn Let's talk Arctic en Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverk þeirrar sýningar og bregður sér meðal annars í gervi Helga magra og Þórunnar hyrnu, Jóns Sigurðssonar og annarra frumbyggja við Eyjafjörð. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og hann segir að sýningin sé vissulega sérhönnuð fyrir ferðamenn en auðvitað geti líka verið forvitnilegt fyrir Íslendinga að koma og sjá sýningu með þessum óvenjulega vinkli.Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverkin í sýningunni.„Let's talk Arctic er einhvers konar uppistands-spunasýning sem er gerð til þess að bæði fræða og skemmta í senn, svona info-tainment. Sýningin fer fram á ensku og er vissulega sniðin að þörfum ferðamanna enda erum við að leitast við að svara ákveðinni þörf sem þjónustuaðilar í ferðaþjónustunni á svæðinu hafa verið að kalla eftir. Að koma með sýningu með þessum hætti er vissulega ákveðin tilraun en við hér á Akureyri erum að vinna á tólf en ekki níu mánaða viðburðaári eins og algengt er með menningarhús. Það verður því mikið að gerast í allt sumar og má þar nefna fjölda tónleika og annarra listviðburða, við einfaldlega framleiðum eins mikið og við getum. En við verðum svo að bíða og sjá hvernig tekst til með leiksýninguna sem tilraun því Benedikt Karl Gröndal leikari, sem leikur reyndar einn í sýningunni bróðurpartinn af þeim sem bjuggu við Eyjafjörðinn lengi vel, verður keyrður áfram alveg miskunnarlaust í allt sumar með fimm sýningum á viku.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira