Hryðjuverk hjartans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2015 14:30 Bækur Hryðjuverkamaður snýr heim Eiríkur Bergmann Sögur útgáfa Valur, aðalpersónan í nýrri skáldsögu Eiríks Bergmann Hryðjuverkamaður snýr heim, er smákrimmi úr Breiðholtinu sem eftir mislukkað hryðjuverk á leiðtogafundinum í Höfða 1986 hefur verið í felum í Þýskalandi. Árið 2008 kalla þær upplýsingar að hann eigi 18 ára dóttur, sem hann hefur aldrei vitað af, hann aftur heim til Íslands þar sem fyrrverandi félagar hans úr Breiðholtinu eru orðnir mikils metnir menn í fjármálaheiminum og pólitíkinni. Heimkoman verður óhjákvæmilega til þess að Valur rifjar upp fortíðina og reynir um leið að ná áttum í íslensku útrásarsamfélagi og undirheimum Reykjavíkur þar sem dóttirin, Kolbrá, er komin í slæman félagsskap. Það reynist hægar sagt en gert. Sagan rokkar á milli Breiðholtsins í upphafi níunda áratugarins, Austur-Þýskalands á barmi upplausnar í lok sama áratugar og Berlínar og Reykjavíkur árið 2008. Af þessum sögusviðum eru lýsingarnar á uppvexti Vals í Breiðholtinu til muna best heppnaðar og sömuleiðis er fróðlegt að fylgjast með lýsingum höfundar á aðdraganda hruns Berlínarmúrsins en heldur versnar málið þegar sögutíminn er orðinn 2008. Þar virðist viðmiðið stjórnast alfarið af amerískum glæpamyndum og verður að segjast að allt það umhverfi er hið ótrúverðugasta. Engin tilraun gerð til að kafa í ástand mála í fjármálageiranum, þótt sögusviðið bjóði vissulega upp á það, heldur rekur hér hver æsiviðburðurinn annan og íslenskur lesandi rekur hvað eftir annað upp stór augu þegar lýst er umhverfi og fólki. Glæpaklíkuforinginn Krummi virðist til dæmis hafa dottið inn í söguna úr amerískri melludólgamynd í sínum rjómagulu jakkafötum með blingeyrnalokkana og ekki verður sagan trúverðugri þegar í ljós kemur að skuldabréf sem varða hlutabréfakaup upp á milljónir eru geymd undir lausum gólffjölum á skrifstofu fjármálafyrirtækis. Það eru fjandakornið takmörk fyrir því hversu langt lesandi er tilbúinn að ganga í kaupum á skálduðum heimi þegar hann hefur á ytra borði svona rammgerð tengsl við veruleikann. Sú hugmynd að stilla þessum þremur heimum upp hlið við hlið er góð og lesandinn er fullur forvitni og tilhlökkunar við upphaf lesturs. Byrjunin lofar góðu og endurlitin í Breiðholtið vekja áhuga á að vita meira um það hvernig persónurnar sem þar koma við sögu þróist. Lýsingar á Bader-Meinhof hópnum og áhrifum aðgerða hans á róttæku og reiðu ungu mennina í Fellunum eru líka skemmtilegar og umhugsunarverðar og vel til fundið að rokka á milli aðdragandans að hruni Alþýðulýðveldisins þýska og fjármálabólu Íslands. Það eru því djúp vonbrigði að sagan skuli hálfpartinn renna út í sandinn og enda í amerískri B-mynd.Niðurstaða: Góð hugmynd og góðir sprettir nægja ekki til að gera Hryðjuverkamaður snýr aftur að áhugaverðri skáldsögu. Til þess eru ódýru lausnirnar of margar og sagan ristir of grunnt. Gagnrýni Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Hryðjuverkamaður snýr heim Eiríkur Bergmann Sögur útgáfa Valur, aðalpersónan í nýrri skáldsögu Eiríks Bergmann Hryðjuverkamaður snýr heim, er smákrimmi úr Breiðholtinu sem eftir mislukkað hryðjuverk á leiðtogafundinum í Höfða 1986 hefur verið í felum í Þýskalandi. Árið 2008 kalla þær upplýsingar að hann eigi 18 ára dóttur, sem hann hefur aldrei vitað af, hann aftur heim til Íslands þar sem fyrrverandi félagar hans úr Breiðholtinu eru orðnir mikils metnir menn í fjármálaheiminum og pólitíkinni. Heimkoman verður óhjákvæmilega til þess að Valur rifjar upp fortíðina og reynir um leið að ná áttum í íslensku útrásarsamfélagi og undirheimum Reykjavíkur þar sem dóttirin, Kolbrá, er komin í slæman félagsskap. Það reynist hægar sagt en gert. Sagan rokkar á milli Breiðholtsins í upphafi níunda áratugarins, Austur-Þýskalands á barmi upplausnar í lok sama áratugar og Berlínar og Reykjavíkur árið 2008. Af þessum sögusviðum eru lýsingarnar á uppvexti Vals í Breiðholtinu til muna best heppnaðar og sömuleiðis er fróðlegt að fylgjast með lýsingum höfundar á aðdraganda hruns Berlínarmúrsins en heldur versnar málið þegar sögutíminn er orðinn 2008. Þar virðist viðmiðið stjórnast alfarið af amerískum glæpamyndum og verður að segjast að allt það umhverfi er hið ótrúverðugasta. Engin tilraun gerð til að kafa í ástand mála í fjármálageiranum, þótt sögusviðið bjóði vissulega upp á það, heldur rekur hér hver æsiviðburðurinn annan og íslenskur lesandi rekur hvað eftir annað upp stór augu þegar lýst er umhverfi og fólki. Glæpaklíkuforinginn Krummi virðist til dæmis hafa dottið inn í söguna úr amerískri melludólgamynd í sínum rjómagulu jakkafötum með blingeyrnalokkana og ekki verður sagan trúverðugri þegar í ljós kemur að skuldabréf sem varða hlutabréfakaup upp á milljónir eru geymd undir lausum gólffjölum á skrifstofu fjármálafyrirtækis. Það eru fjandakornið takmörk fyrir því hversu langt lesandi er tilbúinn að ganga í kaupum á skálduðum heimi þegar hann hefur á ytra borði svona rammgerð tengsl við veruleikann. Sú hugmynd að stilla þessum þremur heimum upp hlið við hlið er góð og lesandinn er fullur forvitni og tilhlökkunar við upphaf lesturs. Byrjunin lofar góðu og endurlitin í Breiðholtið vekja áhuga á að vita meira um það hvernig persónurnar sem þar koma við sögu þróist. Lýsingar á Bader-Meinhof hópnum og áhrifum aðgerða hans á róttæku og reiðu ungu mennina í Fellunum eru líka skemmtilegar og umhugsunarverðar og vel til fundið að rokka á milli aðdragandans að hruni Alþýðulýðveldisins þýska og fjármálabólu Íslands. Það eru því djúp vonbrigði að sagan skuli hálfpartinn renna út í sandinn og enda í amerískri B-mynd.Niðurstaða: Góð hugmynd og góðir sprettir nægja ekki til að gera Hryðjuverkamaður snýr aftur að áhugaverðri skáldsögu. Til þess eru ódýru lausnirnar of margar og sagan ristir of grunnt.
Gagnrýni Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira