Ár undir ógnarstjórn Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2015 07:00 Abu Bakr al Baghdadi er sagður hafa særst alvarlega í loftárás Bandaríkjahers í mars og sagður ófær um að stjórna samtökunum áfram. vísir/EPA Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Írak Íbúar Mósúl fylltust margir hverjir ótta þegar fréttist af því að vígasveitir Íslamska ríkisins væru að nálgast, en fyrst heyrðist til vopna þeirra í útjaðri borgarinnar þann 9. júní á síðasta ári. Aðrir fundu þó til léttis, að minnsta kosti í fyrstu, því íbúar borgarinnar höfðu mátt búa við ofríki af hálfu stjórnvalda. „Sjía-stjórnin í Bagdad leit alltaf á Mósúl sem helstu bækistöð baathista, vafalaust vegna þess að flestir æðstu herforingjarnir á tímum Saddams voru frá Mósúl,“ er haft eftir 45 ára lækni frá Mósúl á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Baathistar voru liðsmenn Baathflokksins í Írak, flokks Saddams Hussein. Eins og Saddam voru baathistarnir flestir súnní-múslimar frá Anbar-héraði í vesturhluta landsins. Í höfuðborginni Bagdad hafa hins vegar sjía-múslimar ráðið ríkjum að mestu undanfarin ár, og njóta stuðnings frá Íran.Hundruð tjalda í flóttamannabúðum í Írak hýsa flóttafólk frá þeim svæðum, sem Íslamska ríkið hefur náð á sitt vald.nordicphotos/AFP „Þegar Íslamska ríkið tók völdin í Mósúl þá komu þeir almennilega fram við heimafólk, tóku niður allar eftirlitsstöðvarnar sem herinn hafði sett upp og opnuðu göturnar,“ segir læknirinn, sem ekki er nafngreindur á vef The Guardian. „Fólk trúði ekki eigin augum að ekki væri neinn sjía-her í borginni, engar handtökur og engar mútur.“ Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. Fyrst voru allir krafðir um að lýsa yfir hollustu við kalífann Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem þá hafði lýst yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak. Viku síðar voru kristnum íbúum borgarannar settir afarkostir: Þeir skyldu taka upp íslamska trú eða hafa sig á brott hið fyrsta. Þriðji kosturinn var dauðinn. Læknirinn, sem The Guardian ræddi við, forðaði sér til Irbil, höfuðstaðar Kúrdahéraðanna í norðurhluta Íraks. Um hálf milljón manna er talin hafa flúið borgina fyrstu vikurnar eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins komu þangað. Þeir sem eftir eru þurfa að sæta ströngum reglum um hvaðeina í daglegu lífi, að viðlögðum hörðum refsingum. „Frá því Íslamska ríkið tók borgina hafa íbúarnir þurft að lúta „lögum kalífadæmisins“, eins og þau eru kölluð. Lágmarksrefsing er hýðing, en henni er beitt vegna hluta á borð við sígarettureykingar,“ hefur breska útvarpið BBC eftir Zaid, einum flóttamannanna frá Mósúl. „Fyrir þjófnað er refsað með því að höggva hönd af, fyrir hjúskaparbrot er körlum refsað með því að henda þeim ofan af hárri byggingu, en konum með því að grýta þær til dauða. Refsingunum er beitt til þess að hræða fólk, sem oft er neytt til þess að horfa á.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30 Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Ár frá falli Mosul Fall borgarinnar er álitið upphaf leiftursóknar ISIS inn í Írak. 9. júní 2015 15:30
Ísis sækir í sig veðrið í Írak Yfirvöld í Írak virðast nú hafa misst stjórnina á vesturlandamærum landsins og ráða Ísis samtökin nú yfir landamærastöðvunum inn í Sýrland og Jórdaníu. 23. júní 2014 07:28