Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:30 Aron Einar Gunnarsson er að spila frábærlega fyrir félagslið og landslið og er nýorðinn pabbi. Fréttablaðið/Valli „Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira