Ekki tími fyrir Stuðmenn sem stendur Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gísladóttir segir æskilegt að nota túnfífil sem er á réttu þroskastigi til að fá meira út úr honum. vísir/vilhelm Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu. Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu.
Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira