Ekki tími fyrir Stuðmenn sem stendur Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gísladóttir segir æskilegt að nota túnfífil sem er á réttu þroskastigi til að fá meira út úr honum. vísir/vilhelm Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu. Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu.
Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira