Stærsta áhættan er staða Grikklands Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2015 05:00 Catherine Mann segir að Evrópusambandið sé bjarti punkturinn í hagspánni. NordicPhotos/afp Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær. Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00