Snjókarl úr blóði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 12:00 Bækur Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø Þýðing: Bjarni Gunnarsson JPV Útgáfa 2015 192 blaðsíður Ólafur er afgreiðslumaður. Hann afgreiðir fólk. Það segir hann móður sinni en sleppir því reyndar að segja henni að það geri hann fyrir fullt og allt. Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø, Blóð í snjónum, er sögð frá sjónarhorni Ólafs. Leigumorðingja með gott hjartalag. Svona miðað við aðstæður. Ólafur fær samúð lesandans, hann er söguhetjan, tekur málstað lítilmagnans og er lítilmagni sjálfur. Jo Nesbø vísar í Vesalingana eftir Victor Hugo, uppáhaldsbók Ólafs, og leyfir vonlausri rómantík að smita frásögnina allt til enda og tekst vel upp. Hann vísar líka í norræna konunga, drottnara sem taka sér vald til að drepa og jafnvel saklausa snjókarla úr vinsælli teiknimynd fyrir börn. Bókin er fimlega skrifuð frá upphafi til enda og lituð sterkum lýsingum á umhverfi og minningabrotum úr lífi Ólafs sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Lýsingar á blóði og leikur að andstæðum frosts og líkamshita, tómhyggju og ástarþrá eru eftirminnilegar og sér í lagi sterk myndgerving rithöfundar á bælingu Ólafs, snjókarl úr blóði. Stundum læðist að grunur um að sagan um Ólaf hafi fæðst í undirbúningi annarrar skáldsögu, í tilraun höfundar til að setja sig í spor illmennisins. En það er ekki verra. Einbeitingin er áþreifanleg. Skáldsagan er líka leikur að stíl og Nesbø nýtur þess að tefla fram myndrænum lýsingum í anda noir-kvikmynda. Þar má helst tefla fram tálkvendinu sem fellir hann. Eftirminnileg bomba sem undirstrikar frostið og kuldann með hvítu litarafti. Aðrar konur í lífi Ólafs, móðirin sem getur ekki veitt honum ást og fatlaða konan sem hann fer á mis við eru áhrifamiklir drifkraftar í lífi hans þrátt fyrir að megna ekki að bjarga honum eða elska enda er þrá lítilmagnans eftir frelsi og ást blekking ein og ekkert Disney-ævintýri.Niðurstaða: Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø. Gagnrýni Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø Þýðing: Bjarni Gunnarsson JPV Útgáfa 2015 192 blaðsíður Ólafur er afgreiðslumaður. Hann afgreiðir fólk. Það segir hann móður sinni en sleppir því reyndar að segja henni að það geri hann fyrir fullt og allt. Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø, Blóð í snjónum, er sögð frá sjónarhorni Ólafs. Leigumorðingja með gott hjartalag. Svona miðað við aðstæður. Ólafur fær samúð lesandans, hann er söguhetjan, tekur málstað lítilmagnans og er lítilmagni sjálfur. Jo Nesbø vísar í Vesalingana eftir Victor Hugo, uppáhaldsbók Ólafs, og leyfir vonlausri rómantík að smita frásögnina allt til enda og tekst vel upp. Hann vísar líka í norræna konunga, drottnara sem taka sér vald til að drepa og jafnvel saklausa snjókarla úr vinsælli teiknimynd fyrir börn. Bókin er fimlega skrifuð frá upphafi til enda og lituð sterkum lýsingum á umhverfi og minningabrotum úr lífi Ólafs sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Lýsingar á blóði og leikur að andstæðum frosts og líkamshita, tómhyggju og ástarþrá eru eftirminnilegar og sér í lagi sterk myndgerving rithöfundar á bælingu Ólafs, snjókarl úr blóði. Stundum læðist að grunur um að sagan um Ólaf hafi fæðst í undirbúningi annarrar skáldsögu, í tilraun höfundar til að setja sig í spor illmennisins. En það er ekki verra. Einbeitingin er áþreifanleg. Skáldsagan er líka leikur að stíl og Nesbø nýtur þess að tefla fram myndrænum lýsingum í anda noir-kvikmynda. Þar má helst tefla fram tálkvendinu sem fellir hann. Eftirminnileg bomba sem undirstrikar frostið og kuldann með hvítu litarafti. Aðrar konur í lífi Ólafs, móðirin sem getur ekki veitt honum ást og fatlaða konan sem hann fer á mis við eru áhrifamiklir drifkraftar í lífi hans þrátt fyrir að megna ekki að bjarga honum eða elska enda er þrá lítilmagnans eftir frelsi og ást blekking ein og ekkert Disney-ævintýri.Niðurstaða: Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø.
Gagnrýni Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira