Slógu í gegn fyrir Ísland í Eurovision en hvar eru þau í dag? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 10:00 Búningar stelpnanna vöktu ekki minni athygli en atriðið sjálft. Síðan árið 1986 hafa fjölmargir tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd en fengið mismikla athygli. Við renndum yfir sögu Íslands í keppninni og höfðum samband við þrjá fyrrverandi keppendur sem allir muna eftir og athuguðum hvað þeir væru að gera í dag.Léttklædd með Palla Guðrún Kaldal fór út með Páli Óskari Hjálmtýssyni til Dublin árið 1997 en hún var ein af fjórum dönsurum sem voru með honum á sviðinu. Guðrún er í dag framkvæmdastjóri í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli. „Ég er enn þá að dansa en ég er kannski meira að dansa með gömlum ballerínum,“ segir hún. „Hún Helena Jónsdóttir, sem var danshöfundur, við höfðum verið að dansa saman í hinum og þessum sýningum sem settar voru upp á Hótel Íslandi og höfðum verið saman í dansinum í gegnum árin,“ segir hún aðspurð hvernig hún endaði á sviðinu með Páli Óskari í Dublin. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað keppnin var stór. „Þetta var í Dublin árið 1997 og það var mikill órói á Írlandi þá. Við þurftum að tæma höllina einu sinni út af sprengjuhótun,“ segir hún og bætir við að þau hafi verið í lögreglufylgd. „Það var rosalega mikil öryggisgæsla og það fékk enginn nema þeir sem stigu á svið að fara baksviðs; ekki hárgreiðslufólkið sem var með okkur eða sminkan.“ Hún segir að þetta hafi komið sér mikið á óvart. „Og hvað þetta var bara ofboðslega stór hátíð.“Annar „frakkanna“ Daníel Traustason er einn af eftirminnilegustu dönsurum sem tekið hafa þátt í Eurovision fyrir Ísland. Hann dansaði ásamt Brynjari Þorsteinssyni þegar Selma Björnsdóttir kom, sá og næstum sigraði árið 1999. „Ég er að vinna hjá Vodafone, er vörustjóri þar, meðal annars með Vodafone Play,“ segir Daníel. Hann segist ekki hafa dansað mikið í rúm tíu ár. „Ég hætti að dansa svona um 2004. Var þá búinn að vera dansandi alveg frá því að ég var fjögurra ára. Þetta er sennilega ein skemmtilegasta og viðburðaríkasta vika sem ég hef upplifað. Maður fékk sínar fimmtán mínútur þarna úti. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga,“ segir Daníel. Hann segir að fylgst hafi verið með þeim hvert fótmál en þeim hafði verið spáð mikilli velgengni í keppninni. „Selma var bara algjör rokkstjarna þarna. Hún komst ekkert án öryggisvarða. Ég á frakkann enn þá,“ segir Daníel spurður um frakkann góða. En ferðu stundum í hann, þegar þér leiðist og tekur nokkur spor? „Ég var 19 að verða 20 og hann var nánast saumaður utan á mig. Ég er ekki mikið að draga hann fram. En ég þarf að láta setja hann í glerbúr eða eitthvað, ég er mikið spurður út í hann,“ segir Daníel og hlær.Bakrödd og hljómborðsleikari Ingu Eva Ásrún Albertsdóttir hefur margoft sungið bakraddir með íslenskum lögum í Eurovision. Hún fór fyrst út sem bakrödd árið 1989 til Sviss, 1991 til Rómar, 1993 til Írlands og svo aftur 1994 til Dublin. „Ég er ljósmóðir og hef verið að vinna undanfarin ár í mæðraverndinni á Landspítalanum en er í leyfi og er að vinna í Zinzino í dag,“ segir hún. En ertu að syngja eitthvað í dag? „Ég var að syngja í Hörpunni núna með Brunaliðinu síðast, þannig að ég er svona af og til.“ Eva Ásrún var meðal bakradda sem þurftu að læra í snatri á hljómborð til að spila á sviðinu á Írlandi árið 1993 með Ingu í laginu Þá veistu svarið. „Það voru allt aðrar reglur í keppninni þá og það urðu bara að vera á sviðinu þeir sem voru að spila. Einhvern veginn var lendingin sú að við spiluðum allar á þessi hljómborð og Eyfi spilaði á trommur,“ segir hún. „Þetta var ekki spilað „live“ en það þurfti að „mæma“ hljómborðin. Þetta var rosalegt stress því það mátti engan veginn að sjást að það væri eitthvert klúður í gangi, að við kynnum þetta ekki. Þetta varð að vera algjörlega upp á tíu,“ segir Eva, sem segist ekki hafa kunnað að spila á hljómborð. „Ég gerði þetta en ég er ekki hljómborðsleikari,“ segir hún. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Eurovísir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Síðan árið 1986 hafa fjölmargir tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd en fengið mismikla athygli. Við renndum yfir sögu Íslands í keppninni og höfðum samband við þrjá fyrrverandi keppendur sem allir muna eftir og athuguðum hvað þeir væru að gera í dag.Léttklædd með Palla Guðrún Kaldal fór út með Páli Óskari Hjálmtýssyni til Dublin árið 1997 en hún var ein af fjórum dönsurum sem voru með honum á sviðinu. Guðrún er í dag framkvæmdastjóri í frístundamiðstöðinni Frostaskjóli. „Ég er enn þá að dansa en ég er kannski meira að dansa með gömlum ballerínum,“ segir hún. „Hún Helena Jónsdóttir, sem var danshöfundur, við höfðum verið að dansa saman í hinum og þessum sýningum sem settar voru upp á Hótel Íslandi og höfðum verið saman í dansinum í gegnum árin,“ segir hún aðspurð hvernig hún endaði á sviðinu með Páli Óskari í Dublin. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hvað keppnin var stór. „Þetta var í Dublin árið 1997 og það var mikill órói á Írlandi þá. Við þurftum að tæma höllina einu sinni út af sprengjuhótun,“ segir hún og bætir við að þau hafi verið í lögreglufylgd. „Það var rosalega mikil öryggisgæsla og það fékk enginn nema þeir sem stigu á svið að fara baksviðs; ekki hárgreiðslufólkið sem var með okkur eða sminkan.“ Hún segir að þetta hafi komið sér mikið á óvart. „Og hvað þetta var bara ofboðslega stór hátíð.“Annar „frakkanna“ Daníel Traustason er einn af eftirminnilegustu dönsurum sem tekið hafa þátt í Eurovision fyrir Ísland. Hann dansaði ásamt Brynjari Þorsteinssyni þegar Selma Björnsdóttir kom, sá og næstum sigraði árið 1999. „Ég er að vinna hjá Vodafone, er vörustjóri þar, meðal annars með Vodafone Play,“ segir Daníel. Hann segist ekki hafa dansað mikið í rúm tíu ár. „Ég hætti að dansa svona um 2004. Var þá búinn að vera dansandi alveg frá því að ég var fjögurra ára. Þetta er sennilega ein skemmtilegasta og viðburðaríkasta vika sem ég hef upplifað. Maður fékk sínar fimmtán mínútur þarna úti. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga,“ segir Daníel. Hann segir að fylgst hafi verið með þeim hvert fótmál en þeim hafði verið spáð mikilli velgengni í keppninni. „Selma var bara algjör rokkstjarna þarna. Hún komst ekkert án öryggisvarða. Ég á frakkann enn þá,“ segir Daníel spurður um frakkann góða. En ferðu stundum í hann, þegar þér leiðist og tekur nokkur spor? „Ég var 19 að verða 20 og hann var nánast saumaður utan á mig. Ég er ekki mikið að draga hann fram. En ég þarf að láta setja hann í glerbúr eða eitthvað, ég er mikið spurður út í hann,“ segir Daníel og hlær.Bakrödd og hljómborðsleikari Ingu Eva Ásrún Albertsdóttir hefur margoft sungið bakraddir með íslenskum lögum í Eurovision. Hún fór fyrst út sem bakrödd árið 1989 til Sviss, 1991 til Rómar, 1993 til Írlands og svo aftur 1994 til Dublin. „Ég er ljósmóðir og hef verið að vinna undanfarin ár í mæðraverndinni á Landspítalanum en er í leyfi og er að vinna í Zinzino í dag,“ segir hún. En ertu að syngja eitthvað í dag? „Ég var að syngja í Hörpunni núna með Brunaliðinu síðast, þannig að ég er svona af og til.“ Eva Ásrún var meðal bakradda sem þurftu að læra í snatri á hljómborð til að spila á sviðinu á Írlandi árið 1993 með Ingu í laginu Þá veistu svarið. „Það voru allt aðrar reglur í keppninni þá og það urðu bara að vera á sviðinu þeir sem voru að spila. Einhvern veginn var lendingin sú að við spiluðum allar á þessi hljómborð og Eyfi spilaði á trommur,“ segir hún. „Þetta var ekki spilað „live“ en það þurfti að „mæma“ hljómborðin. Þetta var rosalegt stress því það mátti engan veginn að sjást að það væri eitthvert klúður í gangi, að við kynnum þetta ekki. Þetta varð að vera algjörlega upp á tíu,“ segir Eva, sem segist ekki hafa kunnað að spila á hljómborð. „Ég gerði þetta en ég er ekki hljómborðsleikari,“ segir hún. Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Eurovísir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“