Fimmtán ára handboltastjarna á Nesinu Nadine Yaghi skrifar 15. maí 2015 12:00 Yngsti leikmaður Gróttu. Lovísa Thompson er talin efnileg, tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. Vísir/Stefán „Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar. Íslenski handboltinn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta var ný og skemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég var bara í sjokki eiginlega,“ segir hin fimmtán ára gamla Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. ,,Síðustu dagar eftir leikinn hafa bara einkennst af hamingjuóskum og faðmlögum,“ segir Lovísa. ,,Það er ótrúlegasta fólk búið að vera óska mér til hamingju. Fólk sem ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að fylgdist með handbolta,“ segir Lovísa en hún skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka í leik gegn Stjörnunni síðastliðinn þriðjudag. Leiknum lauk 24:23. Þegar nítján sekúndur voru til leiksloka og staðan jöfn var Grótta með boltann og Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, stillti upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu. Lovísa skoraði úr færinu við mikinn fögnuð Seltirninga. Lovísa er talin gríðarlega efnileg og er hún yngsti leikmaður liðsins. Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á henni og elsta leikmanni liðsins. „Ég hef spilað handbolta í sex ár eða síðan ég var tíu ára gömul,“ segir Lovísa sem hefur alla tíð spilað með Gróttu. Lovísa segist hafa verið mikill Gróttuunnandi frá því hún var smástelpa. Grótta vann þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari og bikarmeistari. „Ég hafði tröllatrú á því að við myndum verða Íslandsmeistarar. Það var búið að vera markmið hjá mér síðan við urðum bikarmeistarar í febrúar. Þá fattaði ég í rauninni hvað við værum góðar,“ segir Lovísa. Lovísa er að klára tíunda bekk í Valhúsaskóla og sér framtíðina bjarta fyrir sér. Hún segist ætla að halda áfram í handbolta af fullum krafti. „Markmiðið er að verða ennþá betri.“ Lovísa ætlar í menntaskóla í haust en hefur ekki ákveðið hvaða skóli verður fyrir valinu. „Ég er alveg í pæla í nokkrum skólum og finnst líklegt að ég sæki um í Verzló,“ segir Lovísa og bætir við að í framtíðinni langi hana að læra næringarfræði eða íþróttafræði. Lovísa eyðir miklum tíma í íþróttahúsi Gróttu þar sem hún æfir mikið sjálf. Auk þess er hún handboltaþjálfari og þjálfar yngri krakka. „Ég er að þjálfa stelpur í fyrsta og öðrum bekk og stráka í þriðja og fjórða bekk sem mér finnst mjög gaman,“ segir Lovísa. Lovísa fór eftir sigurleikinn, ásamt liðsfélögum sínum, á Eiðistorg þar sem stuðningsmenn tóku fagnandi á móti þeim. „Við áttum þar mjög góða stund en ég fór snemma heim eða fyrr en aðrir, því ég var svo svakalega þreytt eftir leikinn,“ segir Lovísa sem fór heim og fékk sér vel verðskuldað páskaegg. „Ég var í hálfgerðu nammibindindi fyrir leikinn og ætlaði ekki að borða neitt nammi fyrr en við yrðum Íslandsmeistarar,“ segir Lovísa og flissar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira