Tvö ný lög á plötu frá Maríu Ólafs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 08:00 María Ólafsdóttir og StopWaitGo senda frá sér sína fyrstu EP-plötu. Mynd/Jónatan Grétarsson „Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira