Tvö ný lög á plötu frá Maríu Ólafs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2015 08:00 María Ólafsdóttir og StopWaitGo senda frá sér sína fyrstu EP-plötu. Mynd/Jónatan Grétarsson „Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Fólk verður nú að fá eitthvað meira til að hlusta á frá okkur heldur en bara Unbroken,“ segir söngkonan og Eurovision-prinsessan okkar María Ólafsdóttir en hún og upptökuteymið StopWaitGo senda frá sér EP-plötu í vikunni. Um er að ræða fyrstu sameiginlegu EP-plötu Maríu og StopWaitGo. „Ég var alveg óþekkt fyrir Eurovision þannig að það er lítið til af tónlist með mér og þurftum við því að gefa þetta út svo fólk fái ekki algjört ógeð á mér,“ segir María létt í lundu og hlær. Á plötunni eru tvö ný lög sem bera titlana, Dancing in the Storm og Wild as Summerlove. Ásamt þeim inniheldur platan einnig tvö ný remix af laginu Unbroken, sem og upprunalegu útgáfuna af Eurovision-framlaginu okkar. „Við erum mjög ánægð með nýju lögin og frumfluttum þau bæði í Kringlunni á laugardaginn. Þau eru bæði í stíl við Unbroken,“ útskýrir María. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana þar sem að hún æfir nú af kappi fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer 21. maí og 23. maí í Vín í Austurríki. „Við erum að fara út núna á miðvikudaginn og ég er orðin mjög spennt og hlakka mikið til að stíga á svið.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“