Sjaldgæfir sniglar og sveppir í kirkjugarði Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. maí 2015 00:01 Gróðurvin í borg. Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson í Hólavallagarði sem þau telja friðsælt afdrep í borginni. Fréttablaðið/Stefán Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“ Garðyrkja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokallaðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarðinum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa haldið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpudiskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“FýluböllurGróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónarmaður garðsins, segir hann einstakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróðursett í garðinum. Gróðurfar í garðinum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur og áhugakona um garðyrkju, segir tilraunastarfsemina sem geri garðinn svo fjölskrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmtilegar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. Loðbobbi á ferð. Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu.Mynd/wikipedia„Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgarlandinu með fjölbreyttum trjágróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“
Garðyrkja Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira