Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar.
„Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún.
„Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.

Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“
Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel.
„Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“
„Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin.