Mammút skrifar undir hjá útgáfurisa Guðrún Ansnes skrifar 4. maí 2015 08:00 Meðlimir hljómsveitarinnar sitja nú við skrif á efni fyrir nýja plötu. Vísir/Ronja Mogensen „Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Eftir að hafa starfað saman í ellefu ár er verulega gaman að finna áþreifanlegan árangur þarna úti,“ segir Katrína Mogensen, söngkona sveitarinnar Mammút sem nýbúin er að skrifa undir samning við breska plötufyrirtækið Bella Union. Stór nöfn á borð við Fleet Foxes, The Flaming Lips og John Grant eru á meðal skjólstæðinga útgáfunnar. „Við erum að fara í samstarf við þessa stóru, sjálfstæðu plötuútgáfu og munum í framhaldinu senda frá okkur smáskífu 1. júní næstkomandi,“ útskýrir hún. „Við stefnum svo á að fara í stúdíó til að taka upp heila plötu í nóvember sem mun svo koma út vorið 2016,“ segir söngkonan.Segir Katrína hljómsveitina sitja sveitta við að semja fyrir plötuna um þessar mundir. „Ég myndi segja að platan verði rökrétt framhald af síðustu plötunni okkar, Komdu svarta systir, sem kom út 2013,“ segir Katrína. Hún segir tækifærið frábært fyrir sveitina og að þau muni taka þetta eins langt og mögulegt er með því að einblína á erlendan markað, en breiðskífan mun koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Við munum fókusera á Evrópu á næstu mánuðum og svo taka Bandaríkin við með haustinu.“ Hljómsveitin mun koma fram á fjölda tónleikahátíða í sumar og er þegar komin á flug þar sem hún eyddi helginni í Árósum þar sem þau tróðu upp á SPOT-festivalinu. Næst verður svo herjað á Les Nuits Botanique-tónlistarveisluna í Brussel. „Við munum svo eyða dágóðum tíma í Þýskalandi og Bretlandi í sumar og koma fram á ýmiss konar tónleikum þar.“ „Við erum gríðarspennt fyrir þessu, en það sannast að þetta mjakast allt saman með góðu fólki,“ segir Katrína í lokin.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira