Byrjandi í Baqueira Beret Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2015 07:00 Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar. Ég er ekki frá því að þeir sem tali um að á Íslandi séu í raun aðeins tvær árstíðir hafi mikið til síns máls. Ég var hins vegar svo heppinn að ná að fylla aðeins á D-vítamínstankinn á Spáni í mars. Ferðin var í óvenjulegri kantinum en stórkostleg. Já-maðurinn ákvað að skella sér ásamt á þriðja hundrað blaðamönnum frá öllum heimshornum í smábæinn Baqueira Beret í Pýreneafjöllunum. Já, um „Heimssamtök blaðamanna með áhuga á skíðum“ var að ræða þótt erlent heiti samtakanna sé öllu þjálla. Árlega hittast meðlimir, fara yfir málin og skella sér á skíði. Sem betur fer hef ég örlítinn grunn á snjóbretti, með áherslu á örlítinn, og var einn af sex sem læddust með veggjum; uppreisnarmaður á snjóbretti á meðal skíðafólks. Þótt ég sé mikill keppnismaður leist byrjandanum mér ekkert sérstaklega vel á fyrirhugaða keppni í stórsvigi og skíðagöngu. Flestir gerðu ráð fyrir að Íslendingarnir tveir væru líklegir til afreka enda frá landi íss. Útskýringar okkar á eigin getu var metin sem hógværð. Þegar ég sá Ítalina vaxa skíðin sín nóttina fyrir keppni var mér öllum lokið. Ég skilaði mér auðvitað í mark í stórsviginu, á brettinu reyndar, og sömuleiðis í skíðagöngukeppninni sem ekki var minna látið með. 17. sæti í yngsta flokki karla (fleiri kepptu) varð niðurstaðan og ákvað Svisslendingurinn í 3. sæti að ég skyldi fá verðlaunin sín. Eftir vandræðalegustu umræðu seinni tíma um hvers vegna ég hreinlega gæti það ekki enduðu verðlaunin í tösku minni. Stærstu verðlaunin, fyrir utan að lifa af brekkumetið sem ég setti í byltum þessa vikuna, var þó 15 stiga hitinn og sólin sem hélt brosinu breiðu alla vikuna og stytti hina endalausu bið eftir sumrinu til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun
Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar. Ég er ekki frá því að þeir sem tali um að á Íslandi séu í raun aðeins tvær árstíðir hafi mikið til síns máls. Ég var hins vegar svo heppinn að ná að fylla aðeins á D-vítamínstankinn á Spáni í mars. Ferðin var í óvenjulegri kantinum en stórkostleg. Já-maðurinn ákvað að skella sér ásamt á þriðja hundrað blaðamönnum frá öllum heimshornum í smábæinn Baqueira Beret í Pýreneafjöllunum. Já, um „Heimssamtök blaðamanna með áhuga á skíðum“ var að ræða þótt erlent heiti samtakanna sé öllu þjálla. Árlega hittast meðlimir, fara yfir málin og skella sér á skíði. Sem betur fer hef ég örlítinn grunn á snjóbretti, með áherslu á örlítinn, og var einn af sex sem læddust með veggjum; uppreisnarmaður á snjóbretti á meðal skíðafólks. Þótt ég sé mikill keppnismaður leist byrjandanum mér ekkert sérstaklega vel á fyrirhugaða keppni í stórsvigi og skíðagöngu. Flestir gerðu ráð fyrir að Íslendingarnir tveir væru líklegir til afreka enda frá landi íss. Útskýringar okkar á eigin getu var metin sem hógværð. Þegar ég sá Ítalina vaxa skíðin sín nóttina fyrir keppni var mér öllum lokið. Ég skilaði mér auðvitað í mark í stórsviginu, á brettinu reyndar, og sömuleiðis í skíðagöngukeppninni sem ekki var minna látið með. 17. sæti í yngsta flokki karla (fleiri kepptu) varð niðurstaðan og ákvað Svisslendingurinn í 3. sæti að ég skyldi fá verðlaunin sín. Eftir vandræðalegustu umræðu seinni tíma um hvers vegna ég hreinlega gæti það ekki enduðu verðlaunin í tösku minni. Stærstu verðlaunin, fyrir utan að lifa af brekkumetið sem ég setti í byltum þessa vikuna, var þó 15 stiga hitinn og sólin sem hélt brosinu breiðu alla vikuna og stytti hina endalausu bið eftir sumrinu til muna.