Stöðugleikaskattur er mikilvægt skref Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 08:00 Stöðugleikaskattur sem forsætisráðherra hefur boðað er síður en svo einsdæmi og er mikilvægt skref í átt að því að afnema fjármagnshöft hér á landi. „Hinar talandi stéttir“, þ.e. einstakir fjölmiðlar, stjórnmálamenn og aðrir, virðast hafa farið af hjörunum yfir ummælum forsætisráðherra um stöðugleikaskatt á flokksþingi Framsóknarflokksins um liðna helgi. Stöðugleikaskattur er hins vegar ekki óþekkt fyrirbæri og hefði mönnum dugað einföld leit á Google með orðunum „stability levy“ til að glöggva sig betur á fyrirbærinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag. Már sagði á fundinum að stöðugleikaskatturinn væri eiginlegur mengunarskattur og líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við eiginlega mengun í efnahagsreikningi Íslands. Þetta var ágætis samlíking hjá seðlabankastjóra. Þegar mengunarskattar eru annars vegar er rætt um að þeir borgi sem mengi (e. you pollute you pay). Af þessum meiði eru lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993. Það er eðlilegt, sanngjarnt og rétt að þeir sem keyra meira en aðrir borgi fyrir þá mengun sem því fylgir. Einhverjir geta haldið því fram að vörugjöld af þessu tagi séu bara almenn tekjuöflunarleið fyrir ríkið. Gott og vel, en hér er hins vegar um sanngjarna tekjuöflun að ræða. Það er ekki eðlilegt að þeir sem ganga, nota strætó eða hjóla til og frá vinnu greiði sömu opinber gjöld og þeir sem keyra bíla sem menga. Um þetta ættu flestir að geta verið sammála. Stöðugleikaskattur (e. stability levy) af því tagi sem forsætisráðherra nefndi í ræðu sinni um síðustu helgi er ekki ný hugmynd en um er að ræða almenna skattlagningu á sérgreindar eignir. Kýpverjar reyndu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á innistæður yfir þeirri fjárhæð. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu skattinum í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 en frumvarp um skattinn var síðan fellt af kýpverska þjóðþinginu. Yanis Varoufakis, núverandi fjármálaráðherra Grikkja og þáverandi prófessor í hagfræði, gagnrýndi þessa skattlagningu harðlega á sínum tíma og sagði hana ósanngjarna og óréttláta enda olli hún áhlaupi á banka á Kýpur þegar fréttir bárust fyrst af henni. Stöðugleikaskattur er hins vegar bara eitt af stjórntækjum fullvalda ríkja til að gæta að fjármálastöðugleika við sérstakar aðstæður. Áður hefur komið fram það mat seðlabankastjóra að æskilegt sé að þessar krónueignir verði færðar niður um allt að 75%. Enda er ekki til staðar gjaldeyrir til að skipta þeim. Stöðugleikaskatturinn gæti náð til allra krónueigna sem ógna fjármálastöðugleika, hvort sem þær eru í eigu innlendra eða erlendra aðila. Þetta væri hægt að úfæra nánar í frumvarpi til laga um skattinn. Rétt eins og með bókstaflega mengunarskatta þá er eðlilegt að eigendur krónueigna sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi, sem eru aðallega slitabú föllnu bankanna, greiði „mengunarskatt“ af þessum eignum og fái eftir atvikum að greiða út erlendar eignir sínar í staðinn, sem ógna ekki fjármálastöðugleika. Aðalatriðið í þessu sambandi er að núna hefur forsætisráðherra lýst því yfir að slík skattlagning sé á dagskrá og slík áform verði kynnt nánar fyrir þinglok. Það þarf því ekki að velkjast lengur í vafa um að raunveruleg skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta verða tekin á þessu ári.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Stöðugleikaskattur sem forsætisráðherra hefur boðað er síður en svo einsdæmi og er mikilvægt skref í átt að því að afnema fjármagnshöft hér á landi. „Hinar talandi stéttir“, þ.e. einstakir fjölmiðlar, stjórnmálamenn og aðrir, virðast hafa farið af hjörunum yfir ummælum forsætisráðherra um stöðugleikaskatt á flokksþingi Framsóknarflokksins um liðna helgi. Stöðugleikaskattur er hins vegar ekki óþekkt fyrirbæri og hefði mönnum dugað einföld leit á Google með orðunum „stability levy“ til að glöggva sig betur á fyrirbærinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag. Már sagði á fundinum að stöðugleikaskatturinn væri eiginlegur mengunarskattur og líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við eiginlega mengun í efnahagsreikningi Íslands. Þetta var ágætis samlíking hjá seðlabankastjóra. Þegar mengunarskattar eru annars vegar er rætt um að þeir borgi sem mengi (e. you pollute you pay). Af þessum meiði eru lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993. Það er eðlilegt, sanngjarnt og rétt að þeir sem keyra meira en aðrir borgi fyrir þá mengun sem því fylgir. Einhverjir geta haldið því fram að vörugjöld af þessu tagi séu bara almenn tekjuöflunarleið fyrir ríkið. Gott og vel, en hér er hins vegar um sanngjarna tekjuöflun að ræða. Það er ekki eðlilegt að þeir sem ganga, nota strætó eða hjóla til og frá vinnu greiði sömu opinber gjöld og þeir sem keyra bíla sem menga. Um þetta ættu flestir að geta verið sammála. Stöðugleikaskattur (e. stability levy) af því tagi sem forsætisráðherra nefndi í ræðu sinni um síðustu helgi er ekki ný hugmynd en um er að ræða almenna skattlagningu á sérgreindar eignir. Kýpverjar reyndu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á innistæður yfir þeirri fjárhæð. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu skattinum í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 en frumvarp um skattinn var síðan fellt af kýpverska þjóðþinginu. Yanis Varoufakis, núverandi fjármálaráðherra Grikkja og þáverandi prófessor í hagfræði, gagnrýndi þessa skattlagningu harðlega á sínum tíma og sagði hana ósanngjarna og óréttláta enda olli hún áhlaupi á banka á Kýpur þegar fréttir bárust fyrst af henni. Stöðugleikaskattur er hins vegar bara eitt af stjórntækjum fullvalda ríkja til að gæta að fjármálastöðugleika við sérstakar aðstæður. Áður hefur komið fram það mat seðlabankastjóra að æskilegt sé að þessar krónueignir verði færðar niður um allt að 75%. Enda er ekki til staðar gjaldeyrir til að skipta þeim. Stöðugleikaskatturinn gæti náð til allra krónueigna sem ógna fjármálastöðugleika, hvort sem þær eru í eigu innlendra eða erlendra aðila. Þetta væri hægt að úfæra nánar í frumvarpi til laga um skattinn. Rétt eins og með bókstaflega mengunarskatta þá er eðlilegt að eigendur krónueigna sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi, sem eru aðallega slitabú föllnu bankanna, greiði „mengunarskatt“ af þessum eignum og fái eftir atvikum að greiða út erlendar eignir sínar í staðinn, sem ógna ekki fjármálastöðugleika. Aðalatriðið í þessu sambandi er að núna hefur forsætisráðherra lýst því yfir að slík skattlagning sé á dagskrá og slík áform verði kynnt nánar fyrir þinglok. Það þarf því ekki að velkjast lengur í vafa um að raunveruleg skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta verða tekin á þessu ári.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun