Markaðsbrestur á okkar kostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 09:00 Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun