Markaðsbrestur á okkar kostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 09:00 Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þrír bankar, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, eru samanlagt með 90 prósent markaðshlutdeild á íslenskum fjármálamarkaði. Fákeppnismarkaður eins og hinn íslenski er í eðli sínu markaðsbrestur (e. „market failure“) af því tagi sem Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og fleiri hafa skrifað um. Íslenskir neytendur bera í raun tjónið af þessari fákeppni í formi rentusóknar (e. „rent seeking“) sem þessir bankar hirða til sín af almenningi. Þannig verður bein tilfærsla auðs frá almenningi til bankanna, oft í formi gjalda langt yfir raunverulegu kostnaðarverði, án þess að það eigi sér stað einhver verðmætasköpun í millitíðinni. Í krafti fákeppni og yfirburða á sér stað óeðlileg tilfærsla fjár frá almenningi til fjármálafyrirtækja. Í þessu felst markaðsbresturinn. Af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra námu þjónustugjöld af einhverju tagi alls 30 milljörðum króna eða um 40 prósentum af 80 milljarða króna samanlögðum hagnaði bankanna. Það getur varla verið tilviljun að hlutfall þjónustugjalda í hagnaði var minnst hjá ríkisbankanum. Joseph Stiglitz segir í bók sinni The Price of Inequality að rentusókn af þessu tagi eigi sér margar birtingarmyndir. Ein þeirra sé slök framfylgni samkeppnislöggjafar og ákvæði sem heimila fyrirtækjum að hagnast óeðlilega á kostnað annarra eða færa kostnað af starfsemi sinni yfir á almenning. Ef það væri eðlileg samkeppni á íslenskum bankamarkaði þá gætu bankarnir ekki rukkað viðskiptavini sína með þessum hætti, það væri eðlileg kostnaðarmyndun fyrir „vörur“ bankanna. Þeir myndu ekki græða svona mikið á vaxtamun á kostnað almennings og þeir myndu skila hóflegum hagnaði. Það fæli eðlilega í sér bættan hag heimilanna. Staðan á íslenskum fjármálamarkaði er alvarlegt áhyggjuefni vegna fákeppninnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eðlilegt sé að hætta við áform um einkavæðingu hluta Landsbankans af þessum sökum og hafa bankann einfaldlega áfram í ríkiseigu. „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri langskynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ sagði Frosti í fréttum Stöðvar 2 um málið. Frosti vill raunar að ríkið eigi 100% í bankanum og kaupi það rúmlega eitt prósent sem er í eigu starfsmanna. En gæti ekki einhver með sömu rökum haldið því fram að ríkið ætti líka að reka flugfélag eða fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum? Það er ákveðin einföldun að ræða hlutina í þessu samhengi. Straumur fjármagns liggur frá bönkum og þessi straumur er oft á tíðum lífæð fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Í því virka fákeppnisumhverfi sem nú ríkir á bankamarkaði er æskilegt að ríkisbanki stígi á bremsuna til að hafa taumhald á hinum bönkunum og stuðla að virkri samkeppni. Á Íslandi búa 340.000 manns. Hvað kallar á það að fámennur hópur fjárfesta fái að kaupa stóran hlut í Landsbankanum og hvaða tilgangi þjónar það? Á að einkavæða þennan banka „af því bara“ svo fjárfestar geti grætt nógu mikið á honum? Landsbankinn hefur þegar greitt eiganda sínum, íslenska ríkinu, 54,5 milljarða króna í arð vegna síðustu þriggja rekstrarára. Ef Landsbankinn er vel rekinn banki, með það fyrir augum að fyrirbyggja ríkisvætt tap, og rekinn af hæfu fólki eftir sömu lögmálum og slíkur banki í eigu einkaaðila, hvað kallar á einkavæðingu hans?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun