Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/vilhelm Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira