Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/vilhelm Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira