„Þú verður að passa þig að verða ekki of mössuð“ Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur skrifar 28. mars 2015 14:00 Vísir/Getty Undanfarið hefur umræðan um líkamsvirðingu verið áberandi. Fólk virðist að einhverju leyti vera byrjað að taka eftir útlitsdýrkuninni í samfélaginu og ákveðið að reyna að standa gegn henni. Margar greinar hafa verið skrifaðar þar sem einstaklingar eru hvattir til þess að elska sjálfan sig, elska sína eigin líkamsgerð og að gefa skít í það að reyna að passa inn í þessu ákveðnu samfélagsstaðla um það hvað fegurð sé. Að mínu mati er þetta frábær þróun þó svo að vissulega sé enn mjög langt í land. Enn eru að berast fregnir af því að aldrei hafi fleiri unglingar verið jafn óánægðir með líkama sinn og að fólk á öllum aldri sé að deyja úr hræðilegum átröskunarsjúkdómum. Hvað getum við gert? Jú, við verðum einfaldlega að læra að bera virðingu fyrir okkar eigin líkama ef við ætlum einhvern tíma að geta borið virðingu fyrir líkama annarra. Body shaming eða líkamsskömm er hugtak sem ég myndi vilja útrýma en það þýðir að gert sé lítið úr líkama annarra. Það líður varla sá dagur að ég heyri ekki að þessi þurfi nú að fara í megrun, að hin sé alltof mjó eða að ístran á hinum megi nú aðeins minnka. Um daginn fékk ég alveg upp í kok af þessari áráttu fólks að þurfa að setja út á líkamsgerð annarra þegar skjólstæðingur minn sagði mér að kona hefði komið upp að sér og sagt henni að hún þyrfti nú að passa sig að verða ekki of mössuð, þar sem hún væri að fara að byrja í nýju starfi þar sem ákveðnir fegurðarstaðlar hafi verið ríkjandi í langan tíma og það að vera massaður þætti ekki fallegt þar. Í fyrsta lagi, HA??? Síðan hvenær má maður ekki vera massaður? Í öðru lagi, af hverju hefur þessari tilteknu konu fundist henni bera skylda til þess að labba upp að henni og segja henni að það þyki ekki fallegt að vera of massaður? Í þriðja lagi, hver ákveður að það sé ekki fallegt að vera of massaður? Og í fjórða lagi, hvað er það eiginlega að vera of massaður? Þessi skjólstæðingur minn er heilbrigðið uppmálað. Hún er sterk, hún hleypur hratt, hún borðar hollan og næringarríkan mat og finnst alltaf gaman að koma á æfingu. Hún er gullfalleg og stórglæsileg og væri það þó svo að hún væri meira mössuð, grennri eða með meiri fitu utan á sér. Hún er gullfalleg og stórglæsileg af því að hún er einstök, eins og ALLIR aðrir einstaklingar. Hún tók þessari „vinsamlegu“ ábendingu frá þessari tilteknu konu sem betur fer á góðan hátt, sagði við mig að við værum nú að gera eitthvað rétt fyrst hún væri að verða „of mössuð“. Ef hún væri hins vegar með aðeins veikari sjálfsmynd hefði þessi „vinsamlega“ ábending getað farið mjög illa í hana. Það eru svona athugasemdir frá einstaklingum og fjölmiðlum sem gera það að verkum að við verðum óánægð með líkama okkar og förum oft á tíðum ótrúlegar og stórhættulegar leiðir til þess að reyna að passa inn í þetta staðlaða form sem allir þurfa að vera í. Ég mun ekki hætta að skrifa greinar tengdar líkamsímynd fyrr en ég sé að vandamálinu hefur verið útrýmt. Fyrr en ég sé vitundarvakningu hjá fólki varðandi það að engir tveir séu eins, að allir séu fallegir á sinn hátt og að það komi okkur bara EKKERT við hvernig aðrir líta út. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um líkamsvirðingu verið áberandi. Fólk virðist að einhverju leyti vera byrjað að taka eftir útlitsdýrkuninni í samfélaginu og ákveðið að reyna að standa gegn henni. Margar greinar hafa verið skrifaðar þar sem einstaklingar eru hvattir til þess að elska sjálfan sig, elska sína eigin líkamsgerð og að gefa skít í það að reyna að passa inn í þessu ákveðnu samfélagsstaðla um það hvað fegurð sé. Að mínu mati er þetta frábær þróun þó svo að vissulega sé enn mjög langt í land. Enn eru að berast fregnir af því að aldrei hafi fleiri unglingar verið jafn óánægðir með líkama sinn og að fólk á öllum aldri sé að deyja úr hræðilegum átröskunarsjúkdómum. Hvað getum við gert? Jú, við verðum einfaldlega að læra að bera virðingu fyrir okkar eigin líkama ef við ætlum einhvern tíma að geta borið virðingu fyrir líkama annarra. Body shaming eða líkamsskömm er hugtak sem ég myndi vilja útrýma en það þýðir að gert sé lítið úr líkama annarra. Það líður varla sá dagur að ég heyri ekki að þessi þurfi nú að fara í megrun, að hin sé alltof mjó eða að ístran á hinum megi nú aðeins minnka. Um daginn fékk ég alveg upp í kok af þessari áráttu fólks að þurfa að setja út á líkamsgerð annarra þegar skjólstæðingur minn sagði mér að kona hefði komið upp að sér og sagt henni að hún þyrfti nú að passa sig að verða ekki of mössuð, þar sem hún væri að fara að byrja í nýju starfi þar sem ákveðnir fegurðarstaðlar hafi verið ríkjandi í langan tíma og það að vera massaður þætti ekki fallegt þar. Í fyrsta lagi, HA??? Síðan hvenær má maður ekki vera massaður? Í öðru lagi, af hverju hefur þessari tilteknu konu fundist henni bera skylda til þess að labba upp að henni og segja henni að það þyki ekki fallegt að vera of massaður? Í þriðja lagi, hver ákveður að það sé ekki fallegt að vera of massaður? Og í fjórða lagi, hvað er það eiginlega að vera of massaður? Þessi skjólstæðingur minn er heilbrigðið uppmálað. Hún er sterk, hún hleypur hratt, hún borðar hollan og næringarríkan mat og finnst alltaf gaman að koma á æfingu. Hún er gullfalleg og stórglæsileg og væri það þó svo að hún væri meira mössuð, grennri eða með meiri fitu utan á sér. Hún er gullfalleg og stórglæsileg af því að hún er einstök, eins og ALLIR aðrir einstaklingar. Hún tók þessari „vinsamlegu“ ábendingu frá þessari tilteknu konu sem betur fer á góðan hátt, sagði við mig að við værum nú að gera eitthvað rétt fyrst hún væri að verða „of mössuð“. Ef hún væri hins vegar með aðeins veikari sjálfsmynd hefði þessi „vinsamlega“ ábending getað farið mjög illa í hana. Það eru svona athugasemdir frá einstaklingum og fjölmiðlum sem gera það að verkum að við verðum óánægð með líkama okkar og förum oft á tíðum ótrúlegar og stórhættulegar leiðir til þess að reyna að passa inn í þetta staðlaða form sem allir þurfa að vera í. Ég mun ekki hætta að skrifa greinar tengdar líkamsímynd fyrr en ég sé að vandamálinu hefur verið útrýmt. Fyrr en ég sé vitundarvakningu hjá fólki varðandi það að engir tveir séu eins, að allir séu fallegir á sinn hátt og að það komi okkur bara EKKERT við hvernig aðrir líta út.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira