Gersemar Arfur í orðum Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 12:30 Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“ Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hugmyndin að sýningunni kemur frá Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sem fannst ómögulegt að hvergi væri hægt að sjá handritin, hinn dýrmætasta menningararf þjóðarinnar, eftir að handritasýningunni í Þjóðmenningarhúsinu lauk. Sýningarhönnuður er Gabríela Friðriksdóttir en Guðrún Helga Stefánsdóttir, verkefnisstjóri Borgarsögusafns, er á meðal þeirra sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar að undanförnu. „Handritin eru meðal merkustu verka Íslendinga. Þau veita okkur innsýn í líf og hugsanir Norðurlandabúa og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar.HandritinÁ sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum má sjá fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Þá voru efni sýningarinnar einnig gerð skil með hjálp margmiðlunar og það er einkar forvitnilegt fyrir fólk að tefla saman þessum tveimur heimum; margmiðlun og handritunum sem gefur nú að líta í einni sýningu. Handritin eiga erindi við alla heimsbyggðina og eru ómetanlegur hluti af menningararfi veraldar og eru sem slík á heimsminjaskrá UNESCO. Það þarf því ekki að koma á óvart að það er ströng öryggisgæsla á sýningunni. Það ánægjulega við það er að við getum lengt opnunartíma sýningarinnar í heild og frá og með sunnudeginum verðum við með opið frá kl. 9–20 alla daga. En svo bíðum við auðvitað spennt eftir því að Hús íslenskra fræða verði að veruleika svo við getum sýnt þjóðinni allar þær gersemar sem eru í hennar eigu.“
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira