Óður til verkamanna Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. mars 2015 09:30 Ný lína Orra Finn kallast Verkfæri. Jónatan Grétarsson Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum. HönnunarMars Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira