Kría og Aftur hanna saman skart Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. mars 2015 09:00 Nýja línan Incarnation verður einnig til sýnis. Vísir/Elisabet Davids Skartgripamerkið Kría og fatamerkið Aftur senda frá sér einstakan skartgrip fyrir HönnunarMars. Um er að ræða hálsmen og á því hanga litlir gripir úr eldri línum frá Kríu á handperlaðri silfurkeðju. „Það er mikil hugsun á bakvið þetta hjá okkur. Pælingin er að nota formin aftur og setja þau saman á nýjan hátt,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir, hönnuður hjá Kríu. Línan er öll steypt úr endurunnum málmi. „Aftur er þekkt fyrir það að endurvinna fatnað og ég er farin að vinna eingöngu með endurunninn málm. Við Bára Hólmgeirsdóttir hjá Aftur erum góðar vinkonur og okkur hefur lengi langað að hanna eitthvað saman,“ segir hún. Jóhanna segist eingöngu vinna með endurunninn málm núna. „Það er sífellt vinsælla í tískubransanum að nota hann og mjög margir skartgripasteyparar í New York, þar sem ég bý, eru farnir að nota slíkan málm.“ Hálsmenið verður framleitt í takmörkuðu upplagi og kemur í verslun Aftur á morgun klukkan 17, ásamt nýrri línu frá Kríu, Incarnation. Menið verður svo til sölu í Aftur yfir HönnunarMars.Hálsmenið er samvinna Kríu og Aftur. HönnunarMars Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Skartgripamerkið Kría og fatamerkið Aftur senda frá sér einstakan skartgrip fyrir HönnunarMars. Um er að ræða hálsmen og á því hanga litlir gripir úr eldri línum frá Kríu á handperlaðri silfurkeðju. „Það er mikil hugsun á bakvið þetta hjá okkur. Pælingin er að nota formin aftur og setja þau saman á nýjan hátt,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir, hönnuður hjá Kríu. Línan er öll steypt úr endurunnum málmi. „Aftur er þekkt fyrir það að endurvinna fatnað og ég er farin að vinna eingöngu með endurunninn málm. Við Bára Hólmgeirsdóttir hjá Aftur erum góðar vinkonur og okkur hefur lengi langað að hanna eitthvað saman,“ segir hún. Jóhanna segist eingöngu vinna með endurunninn málm núna. „Það er sífellt vinsælla í tískubransanum að nota hann og mjög margir skartgripasteyparar í New York, þar sem ég bý, eru farnir að nota slíkan málm.“ Hálsmenið verður framleitt í takmörkuðu upplagi og kemur í verslun Aftur á morgun klukkan 17, ásamt nýrri línu frá Kríu, Incarnation. Menið verður svo til sölu í Aftur yfir HönnunarMars.Hálsmenið er samvinna Kríu og Aftur.
HönnunarMars Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira