Óopinber gögn Baldur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 12:00 Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar