Framsókn mannréttinda Magnús Már Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndarklám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síðasta árs. Ráðinu bárust 33 umsóknir frá einstaklingum og félagasamtökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveitingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverjum hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menningarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einungis veittir árlega og umsóknarfrestur þá á haustin, en mannréttindaráð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstaklingar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verkefna sem snúa að mannréttindum til mannréttindaráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrkveitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hugmyndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verkefna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/styrkir. Það er von mín að mannréttindaráði haldi áfram að berast ólíkar og spennandi umsóknir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun