Við erum öll brjáluð hér Kristján E. Hjartarson skrifar 4. mars 2015 13:00 Aðstandendum hefur tekist að skapa skemmtilega, spennandi, litskrúðuga og dálítið brjálaða sýningu sem höfðar jafnt til ungra og fullorðinna leikhúsgesta. Lísa í Undralandi Leikfélag Akureyrar Leikgerð Margrét Örnólfsdóttir Leikarar Thelma Marín Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Sólveig Guðmundsdóttir, Pétur Ármannsson og sex ungir leikarar af norðurlandi. Leikstjórn Vignir Rafn Valþórsson Höfundur sviðshreyfinga og dansa: Brogan Davison Leikmynd og búningar Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason Tónlist Dr. Gunni Lísa í Undralandi er skáldsaga eftir breska heimspekinginn Lewis Carroll, sem fyrst kom út á frummálinu árið 1865, fyrir réttum 150 árum. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1937. Bókin segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Lísa, sem hefur talsvert frjórra ímyndunarafl en gengur og gerist hjá börnum á hennar aldri. Leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur er byggð á þessari frægu skáldsögu. Þó má segja að hér sé aðeins stuðst lauslega við söguna eða við anda hennar, persónur sóttar í hana eða í það minnsta nöfn persóna. Lísa í leikgerðinni er látin, eins og í bókinni, elta hvíta kanínu ofan í holu og lendir í Undralandi. Allt annað í leikgerðinni er raunar nýtt og frumsamið svo kannski má segja að hér sé um nýtt íslenskt leikrit eftir Margréti Örnólfsdóttur að ræða. Söguþráðurinn er eins og segir í kynningu að Lísa er ósköp venjulega óvenjuleg stelpa á Akureyri sem hrútleiðist í skólanum. Skyndilega birtist taugaveiklaður hvítur kanínukall sem er orðinn alltof seinn í afmælisveislu. Lísa eltir hann og sogast inn í æsispennandi ævintýri þar sem hún hittir brjálaða Hattarann, Glottköttinn leyndardómsfulla, hina óborganlegu rugludalla Laddídí og Laddídamm, Kálorminn varhugaverða og auðvitað hina skelfilegu Hjartadrottningu sem á afmæli akkúrat þennan dag. Þegar ég heyrði af því að L.A. væri að setja upp leiksýningu byggða á ævintýrum Lísu í Undralandi varð ég strax nokkuð skeptískur á að það væri hægt á svo litlu sviði og með þeim fátæklega tæknibúnaði sem lítið leikhús úti á landi hefur yfir að ráða. Það er skemmst frá því að segja að þetta voru ástæðulausar áhyggjur. Leikstjórinn og handritshöfundurinn hafa hér skapað skemmtilega, spennandi, litskrúðuga og dálítið brjálaða sýningu sem höfðar jafnt til ungra og fullorðinna leikhúsgesta. Sýningin er full af brellum, galdri og einföldum tæknilausnum sem í flestum tilfellum gengur vel upp. Það eru fjórir leikarar sem fara með fjölda ólíkra hlutverka og bregða sér í alls kyns gervi misbrjálaðra persóna. Allir stóðu þeir sig með stakri prýði og eftir á að hyggja finnst mér það með ólíkindum að þarna hafi ekki verið fleiri leikarar á bak við. Auk þeirra voru í sýningunni sex ungir leikarar sem tóku þátt í hópsenum og í söngva- og dansatriðum auk þess að skipa smærri hlutverk. Þessi ungmenni stóðu sig sömuleiðis afar vel og það var sérlega gaman hvað allur leikhópurinn myndaði samstillta og fallega heild. Tónlist Dr. Gunna er fléttað smekklega inn í verkið með dansi og hressilegum sviðshreyfingum og fjöri. Þessi sýning hefur upp á að bjóða allt það sem skemmtileg fjölskylduævintýraleiksýning þarf að hafa; hetju, sem í þessu tilfelli er tíu ára kvenhetja, fullt af skrítnum og spaugilegum persónum sem koma og fara með miklu hraði, litskrúðuga og kúnstuga búninga, fjöruga og grípandi tónlist, vel útfærðar sviðshreyfingar og dans, listileg farartæki sem stundum eru vélknúin tryllitæki og oftar þó drifin með handaflinu einu saman. Ég vil óska Leikfélagi Akureyrar innilega til hamingju með þessa hressilegu og skemmtilegu fjölskyldusýningu.Niðurstaða: Hressileg og skemmtileg fjölskyldusýning uppfull af góðum leikhúslausnum, léttri tónlist og vönduð í allri framsetningu. Gagnrýni Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Lísa í Undralandi Leikfélag Akureyrar Leikgerð Margrét Örnólfsdóttir Leikarar Thelma Marín Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Sólveig Guðmundsdóttir, Pétur Ármannsson og sex ungir leikarar af norðurlandi. Leikstjórn Vignir Rafn Valþórsson Höfundur sviðshreyfinga og dansa: Brogan Davison Leikmynd og búningar Sigríður Sunna Reynisdóttir Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason Tónlist Dr. Gunni Lísa í Undralandi er skáldsaga eftir breska heimspekinginn Lewis Carroll, sem fyrst kom út á frummálinu árið 1865, fyrir réttum 150 árum. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1937. Bókin segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Lísa, sem hefur talsvert frjórra ímyndunarafl en gengur og gerist hjá börnum á hennar aldri. Leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur er byggð á þessari frægu skáldsögu. Þó má segja að hér sé aðeins stuðst lauslega við söguna eða við anda hennar, persónur sóttar í hana eða í það minnsta nöfn persóna. Lísa í leikgerðinni er látin, eins og í bókinni, elta hvíta kanínu ofan í holu og lendir í Undralandi. Allt annað í leikgerðinni er raunar nýtt og frumsamið svo kannski má segja að hér sé um nýtt íslenskt leikrit eftir Margréti Örnólfsdóttur að ræða. Söguþráðurinn er eins og segir í kynningu að Lísa er ósköp venjulega óvenjuleg stelpa á Akureyri sem hrútleiðist í skólanum. Skyndilega birtist taugaveiklaður hvítur kanínukall sem er orðinn alltof seinn í afmælisveislu. Lísa eltir hann og sogast inn í æsispennandi ævintýri þar sem hún hittir brjálaða Hattarann, Glottköttinn leyndardómsfulla, hina óborganlegu rugludalla Laddídí og Laddídamm, Kálorminn varhugaverða og auðvitað hina skelfilegu Hjartadrottningu sem á afmæli akkúrat þennan dag. Þegar ég heyrði af því að L.A. væri að setja upp leiksýningu byggða á ævintýrum Lísu í Undralandi varð ég strax nokkuð skeptískur á að það væri hægt á svo litlu sviði og með þeim fátæklega tæknibúnaði sem lítið leikhús úti á landi hefur yfir að ráða. Það er skemmst frá því að segja að þetta voru ástæðulausar áhyggjur. Leikstjórinn og handritshöfundurinn hafa hér skapað skemmtilega, spennandi, litskrúðuga og dálítið brjálaða sýningu sem höfðar jafnt til ungra og fullorðinna leikhúsgesta. Sýningin er full af brellum, galdri og einföldum tæknilausnum sem í flestum tilfellum gengur vel upp. Það eru fjórir leikarar sem fara með fjölda ólíkra hlutverka og bregða sér í alls kyns gervi misbrjálaðra persóna. Allir stóðu þeir sig með stakri prýði og eftir á að hyggja finnst mér það með ólíkindum að þarna hafi ekki verið fleiri leikarar á bak við. Auk þeirra voru í sýningunni sex ungir leikarar sem tóku þátt í hópsenum og í söngva- og dansatriðum auk þess að skipa smærri hlutverk. Þessi ungmenni stóðu sig sömuleiðis afar vel og það var sérlega gaman hvað allur leikhópurinn myndaði samstillta og fallega heild. Tónlist Dr. Gunna er fléttað smekklega inn í verkið með dansi og hressilegum sviðshreyfingum og fjöri. Þessi sýning hefur upp á að bjóða allt það sem skemmtileg fjölskylduævintýraleiksýning þarf að hafa; hetju, sem í þessu tilfelli er tíu ára kvenhetja, fullt af skrítnum og spaugilegum persónum sem koma og fara með miklu hraði, litskrúðuga og kúnstuga búninga, fjöruga og grípandi tónlist, vel útfærðar sviðshreyfingar og dans, listileg farartæki sem stundum eru vélknúin tryllitæki og oftar þó drifin með handaflinu einu saman. Ég vil óska Leikfélagi Akureyrar innilega til hamingju með þessa hressilegu og skemmtilegu fjölskyldusýningu.Niðurstaða: Hressileg og skemmtileg fjölskyldusýning uppfull af góðum leikhúslausnum, léttri tónlist og vönduð í allri framsetningu.
Gagnrýni Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp