Íslenskt hugvit sameinað áströlskum efnivið Guðrún Ansnes skrifar 2. mars 2015 11:00 Ragnar Kristjánsson er karlinn í brúnni. Alls starfa þrír við Börk design og er í nægu að snúast. Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira