Biðlaunaréttur endurvakinn Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun