Hönnun Reykjavík Letterpress hjá IKEA 3. mars 2015 09:29 Þær Ólöf og Hildur hjá Reykjavík Letterpress trúa því að þetta tækifæri opni fyrir þeim einhverjar dyr.Fréttablaðið/Ernir Vísir Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“ Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira