Brjálning Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Margir ættingjar og fjölskylduvinir keyptu íbúðir og byggðu hús þegar ég var barn. Því fylgdi yfirleitt málningarvinna, sem var eiginlega bara aðeins sóðalegri útgáfa af ættarmóti. Börnunum í stórfjölskyldunni – sem á tímabili var bara ég – var plantað fyrir framan lítinn og tiltölulega auðveldan vegg sem erfitt var að skemma. Ég málaði og fannst ég gera gagn. Síðan þá hef ég staðið í þeirri trú að málningarvinna sé skemmtileg. En það er fjarri sannleikanum. Fyrir fullorðna er málningarvinna nefnilega álíka skemmtileg og að fylla út þrjátíu skattskýrslur í röð. Hún er seinleg, tekur líkamlega á og ef þú vandar þig ekki þarftu að þola mistökin beint fyrir framan þig til eilífðarnóns. Það kemur enginn fullorðinn að laga helgidaga og slettur. Ég er á fjórða degi í málningarvinnu og þegar ég skrifa þetta er ég með hvítar rendur undir nöglunum, harðsperrur, vöðvabólgu og vægar heilaskemmdir eftir málningargufurnar. Ég er búinn að fara þrjár umferðir á alla veggi og öll loft. Enn glittir í gamla litinn og ég þarf að fara fjórðu. Fyrri íbúar ákváðu að hafa veggina rjómahvíta með rauðbrúnum blæ – lit sem minnir helst á Skólajógúrt með súkkulaði og jarðarberjum. Hvað gengur fólki til? Er ekki hægt að setja löggjöf um liti á veggjum, rétt eins og liti í umferðarljósum og á brunahönum? Ofan á þetta er ég orðinn kolbrjálaður í skapinu og get ómögulega losnað við „Að innan ég prýði með Polytex“ af heilanum. Þrælgóð en villandi auglýsing, sem bendir til þess að málningarvinna sé auðveld og snyrtileg. Ég verð líklega að sætta mig við það að vera undir meðallagi góður málari. Ég er búinn að brjóta tvær rúllur og eyðileggja fötin mín. En gott og vel, þá verður bara illa málað heima hjá mér. Ég hengi þá bara upp fleiri myndir á veggina í staðinn. Pabbi ætlar samt að mæta til mín í kvöld til að laga helgidaga og slettur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun
Margir ættingjar og fjölskylduvinir keyptu íbúðir og byggðu hús þegar ég var barn. Því fylgdi yfirleitt málningarvinna, sem var eiginlega bara aðeins sóðalegri útgáfa af ættarmóti. Börnunum í stórfjölskyldunni – sem á tímabili var bara ég – var plantað fyrir framan lítinn og tiltölulega auðveldan vegg sem erfitt var að skemma. Ég málaði og fannst ég gera gagn. Síðan þá hef ég staðið í þeirri trú að málningarvinna sé skemmtileg. En það er fjarri sannleikanum. Fyrir fullorðna er málningarvinna nefnilega álíka skemmtileg og að fylla út þrjátíu skattskýrslur í röð. Hún er seinleg, tekur líkamlega á og ef þú vandar þig ekki þarftu að þola mistökin beint fyrir framan þig til eilífðarnóns. Það kemur enginn fullorðinn að laga helgidaga og slettur. Ég er á fjórða degi í málningarvinnu og þegar ég skrifa þetta er ég með hvítar rendur undir nöglunum, harðsperrur, vöðvabólgu og vægar heilaskemmdir eftir málningargufurnar. Ég er búinn að fara þrjár umferðir á alla veggi og öll loft. Enn glittir í gamla litinn og ég þarf að fara fjórðu. Fyrri íbúar ákváðu að hafa veggina rjómahvíta með rauðbrúnum blæ – lit sem minnir helst á Skólajógúrt með súkkulaði og jarðarberjum. Hvað gengur fólki til? Er ekki hægt að setja löggjöf um liti á veggjum, rétt eins og liti í umferðarljósum og á brunahönum? Ofan á þetta er ég orðinn kolbrjálaður í skapinu og get ómögulega losnað við „Að innan ég prýði með Polytex“ af heilanum. Þrælgóð en villandi auglýsing, sem bendir til þess að málningarvinna sé auðveld og snyrtileg. Ég verð líklega að sætta mig við það að vera undir meðallagi góður málari. Ég er búinn að brjóta tvær rúllur og eyðileggja fötin mín. En gott og vel, þá verður bara illa málað heima hjá mér. Ég hengi þá bara upp fleiri myndir á veggina í staðinn. Pabbi ætlar samt að mæta til mín í kvöld til að laga helgidaga og slettur.